Tveir karlmenn eru látnir eftir bruna sem varð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun.
Í gær var greint frá því að einn hefði látist í brunanum en annar maður sem slasaðist alvarlega lést af sárum sínum fyrr í dag á Landspítalanum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þriðji maður var í íbúðinni og liggur á Landspítalnum en hann er ekki talinn í lífshættu.
Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í gærmorgun en tilkynning um eldinn barst rétt eftir tíu leytið. Ekki liggur fyrir hver eldupptök voru.
Athugasemdir