Svo virðist vera að foreldrar barna á miðstigi grunnskóla – frá 4. til 7. bekkjar – séu við það að verða of seinir að byrja að velta fyrir sér hvernig koma eigi þessum krökkum inn á fasteignamarkaðinn. Fjármögnun húsnæðiskaupa hefur á undanförnum misserum orðið sífellt torveldari og er í síauknum mæli orðin að samkeppni á milli þeirra sem vilja kaupa sér heimili og þeirra sem vilja koma peningunum sínum í vinnu.
Það eru ekki bara einhverjar óræðar ytri aðstæður sem eru að skapa þennan raunveruleika, heldur ákvarðanir stjórnmálafólks og embættismanna í Seðlabankanum. Vöxtum hefur verið haldið háum og ríkari kröfur gerðar til þeirra sem vilja taka íbúðalán. Allt er þetta gert í nafni þess að ná niður óþolandi hárri verðbólgu, sem stafar að stærstum hluta af ótrúlegum vexti íbúðaverðs á undanförnum árum.
Þrátt fyrir allan þennan þrýsting að ofan, hefur íbúðaverð haldið áfram að hækka, þó einhverja huggun megi fólk …
Athugasemdir