Climeworks tilkynnti á miðvikudag að fyrirtækið ætlar segja upp 106 starfsmönnum. Flestar uppsagnir verða í Sviss. Engum hefur veirð sagt upp hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Climeworks á Íslandi, en hér eru sex stöðugildi.
Jan Wursbacher, annar stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar til komnar vegna gríðarlegs vaxtar fyrirtækisins síðustu ár, í viðtali við viðskiptablaðið Bloomberg. Tæplega fimm hundruð störfuðu hjá fyrirtækinu fyrir uppsagnir og því 22 prósent starfsmanna sagt upp. Climeworks hefur skuldbundið sig til þess að fanga 380 þúsund tonn af CO2 fyrir fjölda einstaklinga og fyrirtækja, en áætlanir þess um byggingu á stærsta loftföngunarveri í heimi í Bandaríkjunum er í uppnámi út af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar þar í landi. Óljóst er hvernig fyrirtækið hyggst standa við kolefnisskuldbindingar sínar.
Selt 380 þúsund einingar
Climeworks hefur selt um 380 þúsund tonn af CO2 frá því það hóf störf …
Athugasemdir