Erlendir fjölmiðlar fjalla um vanda Climeworks: Hópuppsagnir um miðja viku

Tölu­verð um­ræða hef­ur skap­ast í kring­um fregn­ir Heim­ild­ar­inn­ar um stöðu Cli­meworks, sem sér nú fram á hópupp­sagn­ir. Þeir segja upp­sagn­irn­ar ótengd­ar frétt­um Heim­ild­ar­inn­ar í yf­ir­lýs­ingu til The Guar­di­an.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um vanda Climeworks: Hópuppsagnir um miðja viku
Climeworks er með loftsuguverksmiðjur sínar á Hellisheiði. Mynd: Golli

Breska dagblaðið The Guardian og franska fréttaveitan AFP hafa fjallað um vanda Climeworks sem Heimildin greindi frá sem og fréttastofa Svissneska ríkissjónvarpsins SRF sem greindi frá því fyrir helgi að Climeworks hafi tilkynnt um hópuppsagnir í vikunni. 

Þá hefur annar stofnandi Climeworks og forstjóri, Jan Wurzbacher, birt færslu á Linkedin þar sem hann upplýsir að loftsuguverið ORCA hafi fangað innan við þúsund tonn af CO2 á síðasta ári og á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Fyrirtækið hefur gætt þess vandlega að halda því til haga í öllu kynningarefni og fjölmiðlaviðtölum að vélin geti fangað 4000 tonn, en frá upphafi hefur hún aðeins náð innan við einum fjórða af því magni. Það sama á við um loftsuguverið Mammoth sem átti að geta fangað 36.000 tonn árlega, en fangaði einungis 105 tonn á fyrstu tíu mánuðunum eftir að það var opnað. Bæði ORCA og Mammoth eru í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár