Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Climeworks tilkynnir um hópuppsagnir

Sviss­neska rík­is­sjón­varp­ið SRF upp­lýsti að Cli­meworks stefni á hópupp­sagn­ir út af erf­iðu en­fa­hags­ástandi. Cli­meworks ját­ar að föng­un hafi ver­ið und­ir vænt­ing­um.

Climeworks tilkynnir um hópuppsagnir
Starfsemi Climeworks vakti heimsathygli fyrir nokkrum árum. Nú hefur komið í ljós að vélar fyrirtækisins eru umtalsvert undir væntingum. Mynd: Golli

Loftslagsfyrirtækið Climeworks, sem er með tvö loftsuguver í jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði, stefnir á umfangsmiklar hópuppsagnir. Þetta kom fram í viðtali við svissneska ríkissjónvarpið SFR í kvöldfréttum á miðvikudag. Þar viðurkenndi annar stofnandi fyrirtækisins, Jan Wurzbacher, enn fremur að föngunartölur fyrirtækisins væru vandamál og kenndi verðuraðstæðum á Íslandi um, þar sem eitt þekktasta loftsuguver heimsins er staðsett. 

Umfjöllun svissnesku stjónvarpsstöðvarinnar, sem er sú stærsta í landinu, var byggð á umfjöllun Heimildarinnar um Climeworks en greint var frá því í síðasta tölublaði að föngun væri langt undir öllum markmiðum. Fyrirtækið hefur ítrekað haldið því fram að vélar þeirra geti fangað samanlagt allt að fjörutíu þúsund tonn af CO2 úr andrúmsloftinu. Staðreyndin er hins vegar sú að þær hafa aðeins fangað 2.400 tonn samkvæmt staðfestum tölum óháðra eftirlitsaðila og er þar helst miðað við ORCA-vélarnar, sem hefðu samkvæmt forskrift fyrirtækisins, átt að ná að fanga allt að tólf þúsund kolefniseiningum á …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár