Loftslagsfyrirtækið Climeworks, sem er með tvö loftsuguver í jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði, stefnir á umfangsmiklar hópuppsagnir. Þetta kom fram í viðtali við svissneska ríkissjónvarpið SFR í kvöldfréttum á miðvikudag. Þar viðurkenndi annar stofnandi fyrirtækisins, Jan Wurzbacher, enn fremur að föngunartölur fyrirtækisins væru vandamál og kenndi verðuraðstæðum á Íslandi um, þar sem eitt þekktasta loftsuguver heimsins er staðsett.
Umfjöllun svissnesku stjónvarpsstöðvarinnar, sem er sú stærsta í landinu, var byggð á umfjöllun Heimildarinnar um Climeworks en greint var frá því í síðasta tölublaði að föngun væri langt undir öllum markmiðum. Fyrirtækið hefur ítrekað haldið því fram að vélar þeirra geti fangað samanlagt allt að fjörutíu þúsund tonn af CO2 úr andrúmsloftinu. Staðreyndin er hins vegar sú að þær hafa aðeins fangað 2.400 tonn samkvæmt staðfestum tölum óháðra eftirlitsaðila og er þar helst miðað við ORCA-vélarnar, sem hefðu samkvæmt forskrift fyrirtækisins, átt að ná að fanga allt að tólf þúsund kolefniseiningum á …
Athugasemdir