Vissuð þið að það er stöðug snjókoma í hafdjúpunum?
Hin magnaða kvikmynd Davids Attenborough um hafið hefur beint athyglinni að sjónum og því sem þar fer fram, en um leið vekur hún athygli á því hve lítið við vitum í rauninni um það. Mynd Attenboroughs sýnir ekki síst áhrif okkar mannanna á lífríki sjávar nærri ströndum, það er að segja á landgrunninu svokallaða, en það er svæðið niður á 200 metra dýpi.
Hvað kemur Usain Bolt málinu við?
200 metrar er ekki mikið. Hljóp ekki Usain Bolt vegalengdina á 19,19 sekúndum fyrir 16 árum, þótt vissulega væri hann uppi á yfirborðinu í Berlínu?
Samanlögð landgrunnssvæði jarðar eru vissulega ansi víðáttumikil, eða 27 milljónir ferkílómetra. Það er svolítið stærra svæði en öll Norður-Ameríka með bæði Bandaríkjunum og Kanada og öllu saman. En þó er landgrunnið ekki nema rúm 7 prósent af öllu hafinu.
Við vitum orðið töluvert um landgrunnssvæðið, eins …
Athugasemdir