F
rjáls, frjáls Palestína, frjáls, frjáls Gaza og börnin á Gaza eru okkar börn, heyrast mótmælendur hrópa síendurtekið fyrir utan ríkisstjórnarfund. Þeir eru fleiri en vanalega og það er hiti í hópnum. Viðar Hreinsson er þar staddur, með Palestínuklút vafinn um háls sér. Nú hrópar hann hærra en hann hefur almennt tamið sér að gera. Hann hefur ástæðu til að hafa áhyggjur. Að mótmælum loknum heldur hann beinustu leið heim í Vesturbæ og Palestínufáninn blaktir aftan á hjólinu. Hann rétt heilsar eiginkonunni áður en hann sest inn á skrifstofu og ræsir tölvuna í von um að ná sambandi við konur sem eru orðnar honum svo kærar að hann kallar þær dætur sínar. Þær eru staddar á Gaza, mitt í öllum hörmungunum. Í gær var önnur þeirra orðin svo lasin að honum stóð ekki á sama.
Vatnið lekur inn
Hún heitir Reham Khaled, er 27 ára gömul, kennari að …
Athugasemdir (1)