Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Dýrara að fá sér naut og bernaise

Inn­lend dagvara hækk­ar mun hrað­ar en er­lend, sam­kvæmt Verð­lags­eft­ir­liti ASÍ. Nauta­kjöt hef­ur hækk­að mik­ið, hvort sem um er að ræða ham­borg­ara, hakk eða steik­ur. Þá hækk­aði verð á Stjörnu­eggj­um um 9% í maí­mán­uði.

Dýrara að fá sér naut og bernaise

Verð á nautakjöti hefur hækkað hratt á þessu ári og hafa margar vörur í þeim flokki hækkað meira á þessu ári en á átta mánuðunum þar á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ. 

Þar segir að innlend dagvara hækkar mun hraðar en erlend en verðlag á dagvöru hækkar um meira en hálft prósent þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins, en hækkunin milli mars og apríl var um 0,61%. Þó er útlit fyrir að hækkanirnar séu að dragast saman að magni og umfangi.

Á grafinu hér að neðan eru birtar vörur úr flokknum „nautakjöt“ sem verðlagseftirlitið hefur gögn fyrir hjá Bónus og Krónunni aftur til maí í fyrra. Hækkunin í byrjun þessa árs vegur þungt og tekur hún meðal annars til hækkana á hamborgurum.

Einnig gæti orðið dýrara að bjóða upp á bernaise-sósu með steikinni. Verð á Stjörnueggjum hækkaði um 9% í maí. Verð á Nesbú-eggjum hefur hækkað hægar en uppsöfnuð árshækkun er engu að síður 6,5% að meðaltali í stærstu fjórum verslunarkeðjunum; Bónus, Krónunni, Hagkaup og Nettó.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár