Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi

Þrír stærstu bank­ar lands­ins skil­uðu sam­tals rúm­lega 19 millj­arða króna hagn­aði á fyrsta árs­fjórð­ungi. Lands­bank­inn hagn­að­ist mest, Ari­on sýndi mesta arð­semi og rík­ið und­ir­býr sölu eft­ir­stand­andi hlut­ar í Ís­lands­banka.

Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi
Mest Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna árfsjófðurngsuppgjörsins að afkoman hafi verið traust. Bankinn hagnaðist um 7,9 milljarða króna, sem jafngildi því að hann hafi grætt þúsund krónur á hverri sekúndu, alla daga og allan sólarhringinn á fyrstu þremur mánuðum ársins. Mynd: Aðsend

Allir þrír stóru viðskiptabankarnir – Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki – skiluðu milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samtals nam hagnaður bankanna rúmlega 19 milljörðum króna og standa allir bankarnir fjárhagslega sterkir.

Landsbankinn með hæsta hagnaðinn

Landsbankinn, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, skilaði mestum hagnaði bankanna þriggja. Hagnaður eftir skatta nam 7,9 milljörðum króna, samanborið við 7,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár – sem segir til um hversu miklum hagnaði bankinn skilar af eigin fé – var 10 prósent, og eiginfjárhlutfallið, sem mælir fjárhagslegt bolmagn bankans, var 23,6 prósent.

Hreinar vaxtatekjur námu 14,8 milljörðum og þjónustutekjur þremur milljörðum, en kostnaðarhlutfall, sem er hlutfall milli rekstrarkostnaðar bankans og tekna, hækkaði í 38,7 prósent. Á fjórðungnum lauk bankinn kaupum á TM tryggingum af Kviku banka.

Arion banki hagnaðist um 6,4 milljarða króna, sem er veruleg aukning frá 4,4 milljörðum á sama tíma í fyrra. Arðsemi …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JAT
    Jon Arvid Tynes skrifaði
    Það væri áhugavert að fá að vita hvernig hagnaðurinn er samansettur.
    Ég held því fram að fjármálaheimurinn þar með lifeyrissjóðirnir og aðfangakeðjurnar spili ekki með í baráttunni við verðbólgu og okurvexti.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu