Allir þrír stóru viðskiptabankarnir – Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki – skiluðu milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samtals nam hagnaður bankanna rúmlega 19 milljörðum króna og standa allir bankarnir fjárhagslega sterkir.
Landsbankinn með hæsta hagnaðinn
Landsbankinn, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, skilaði mestum hagnaði bankanna þriggja. Hagnaður eftir skatta nam 7,9 milljörðum króna, samanborið við 7,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár – sem segir til um hversu miklum hagnaði bankinn skilar af eigin fé – var 10 prósent, og eiginfjárhlutfallið, sem mælir fjárhagslegt bolmagn bankans, var 23,6 prósent.
Hreinar vaxtatekjur námu 14,8 milljörðum og þjónustutekjur þremur milljörðum, en kostnaðarhlutfall, sem er hlutfall milli rekstrarkostnaðar bankans og tekna, hækkaði í 38,7 prósent. Á fjórðungnum lauk bankinn kaupum á TM tryggingum af Kviku banka.
Arion banki hagnaðist um 6,4 milljarða króna, sem er veruleg aukning frá 4,4 milljörðum á sama tíma í fyrra. Arðsemi …
Ég held því fram að fjármálaheimurinn þar með lifeyrissjóðirnir og aðfangakeðjurnar spili ekki með í baráttunni við verðbólgu og okurvexti.