Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel

Rit­höf­und­ar senda frá sér áskor­un til Stor­ytel vegna gervi­greind­ar og lágra höf­unda­greiðslna.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel
Skráð félag Forstjóri og fjármálastjórii Storytel fagna við skráningu á Nasdaq First North árið 2018. Mynd: Storytel

Rithöfundasamband Íslands hvetur rithöfunda til að sniðganga Storyel með því að beita sér gegn því að verk þeirra verði sett inn á streymisveituna, þar til sænska streymisveitan semur við rithöfunda um „sanngjarnt endurgjald“.

Sambandið hefur sent frá sér áskorun til Storytel. „Rithöfundasamband Íslands skorar á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka,“ segir þar. „Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir því að ný verk verði ekki sett inn á streymisveituna.“

Að mati rithöfunda er um lífsspursmál að ræða fyrir bókmenntalíf landsmanna. „Án sanngjarnra höfundarréttargreiðslna fær bókmenntalíf ekki þrifist hjá þjóð sem kennir sig á tyllidögum við bókmenntir.“

Fram hafa komið dæmi þess að rithöfundar fái greitt mun minna fyrir streymi á efni þeirra á Storytel heldur en fyrir sölu bókar, eða um 1/7 hluta.

Samtímis skora rithöfundar á Storytel að forðast notkun gervigreindar í þýðingum.

„Rithöfundasambandið skorar jafnframt á Storytel á Íslandi að tryggja að gervigreind verði hvorki notuð til þess að skrifa bækur né þýða þær yfir á íslensku,“ segir í yfirlýsingunni.

„Rithöfundasambandið minnir Storytel á að fyrirtækið byggir grundvöll sinn á hugverkum rithöfunda og þýðenda, og að bókmenntir og listir verða eingöngu skapaðar af listamönnum en ekki vélum.“

Nýr höfundur kynnturEfnisstjóri Storytel, Helena Gustafsson, sést hér á mynd með nýjasta höfundi streymisveitunnar, Rosy Lett, sem var hönnuð af gervigreind.

Í vetur kynnti Storytel fyrsta gervigreindarhöfund fyrirtækisins, Rosy Lett. Smásögubók hennar, New Horizon, var gefin út í tilraunaskyni.

Þetta vekur ekki síst áhyggjur þar sem tónlistarstreymisveitan Spotify hefur verið staðin að því að miðla efni sem eignað er Íslendingum en enginn raunverulegur tónlistarmaður er að baki.

Storytel var stofnað árið 2006. Streymisveitan er í eigu ýmissa sjóða, fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. 54% af eignarhlutum er enn í Svíþjóð.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hef alltaf haft illan bifur á Storytel.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár