Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna

Mik­il óánægja er um allt land með aug­lýs­inga­her­ferð SFS. Að­eins stuðn­ings­fólk Sjálf­stæð­is­flokks eru að meiri­hluta and­víg frum­varpi um breyt­ingu á veiði­gjöld­um og ánægð með her­ferð­ina.

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna
Úr auglýsingaherferð SFS Norskir fárfestar segjast í myndbandinu „elska Íslendinga“ en spyrja hvernig þeir borgi fyrir sjávarútveginn. Nýjasta myndbrotið birtist á Facebook-síðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í fyrradag. Mynd: Facebook / SFS

Afgerandi meirihluti landsmanna er hlynntur breytingum á veiðigjöldum, sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa mótmælt í auglýsingaherferð að undanförnu. Þá er hreinn meirihluti landsmanna „mjög neikvæður“ gagnvart auglýsingunum.

Stuðningurinn við frumvarpið hefur aukist eftir auglýsingaherferð SFS.

Alls eru 50,5% landsmanna „mjög hlynnt“ frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum og 18,5% „fremur hlynnt,“ samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Tæp 10% eru „mjög andvíg“ en 8,2% „fremur andvíg“.

Samtals eru 18% landsmanna andvíg frumvarpinu, en 69% hlynnt í könnuninni nú, en í mars voru 4 prósentustigum fleiri andvíg frumvarpinu og 6 prósentustigum færri fylgjandi því. Umræðan og markaðsstarf SFS virðast því hafa haf öfug áhrif. Enn telja 28% sig þekkja frumvarpið illa, rúmlega þriðjungur þekkir það í meðallagi og 38% þekkja það vel.

Meiri stuðningurVeiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar nýtur meiri stuðnings í maí en í mars. Hér er spurt um afstöðu gagnvart frumvarpinu.

Tveir þriðju telja auglýsingar SFS „slæmar fyrir …

Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    Hér vantar upplýsingar um gögnin sem niðurstöðurnar byggjast á. ?4000 í úrtaki? 50% svöruðu? Hvernig voru svarendur valdir?
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Auðvitað! Jafnvel Sjálfstæðismenn eru farnir að átta sig á hvað nýfrjálshyggja þýðir.

    Við skulum þakka fyrir á meðan þessir arðræningjar sýna sitt rétta innræti, ræna heilu samfélögin lífsviðurværi sínu og það án þess að blikna. Fá einn EXIT leikarann til að auglýsa innræti sitt. Er hægt að vera heimskari🥴😳🤣🤣🤣
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár