Gæsluvarðhald yfir Margréti Löf var í dag framlengt um fjórar vikur. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það nú gert vegna almannahagsmuna. Fyrri úrskurður var vegna rannsóknarhagsmuna.
Margrét hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hún var handtekin vegna rannsóknar lögreglunnar á andláti föður hennar, Hans Roland Löf, á heimili þeirra í Garðabæ.
Athugasemdir