Kári hættur og farinn

Kári Stef­áns­son er hætt­ur sem for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. Í hans stað koma tveir stjórn­end­ur sem báð­ir hafa starf­að hjá fyr­ir­tæk­inu lengi.

Kári hættur og farinn
Áberandi Kári Stefánsson hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni á Íslandi, ekki síst er kemur að heilbrigðismálum. Sér í lagi á covid-tímum, þegar fyrirtækið tók þátt í rannsóknum á þeim sínum sem tekin voru úr fólki til að greina og rekja veiruna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, er hættur störfum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í hans stað koma Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem, sem bæði hafa starfað hjá fyrirtækinu meira eða minna alla þessa öld. 

Tilkynningin er send í gegnum almannatengslaskrifstofu en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Þar er haft eftir framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, að Kári hafi gegnt lykilhlutverki við að festa fyrirtækið í sessi sem leiðandi rannsóknarstofnun á sviði erfðafræði. 

Í tilkynningunni er líka haft eftir Unni að hún finni til mikillar ábyrgðar á hverjum degi, því það sé skylda fyrirtækisins að tryggja að vísindalegar uppgötvanir þeirra stuðli áfram að bættum lífsgæðum. Þá er haft eftir Patrik að hann hlakki til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.

Ekkert er haft eftir Kára í tilkynningunni …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár