Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, er hættur störfum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í hans stað koma Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem, sem bæði hafa starfað hjá fyrirtækinu meira eða minna alla þessa öld.
Tilkynningin er send í gegnum almannatengslaskrifstofu en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Þar er haft eftir framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, að Kári hafi gegnt lykilhlutverki við að festa fyrirtækið í sessi sem leiðandi rannsóknarstofnun á sviði erfðafræði.
Í tilkynningunni er líka haft eftir Unni að hún finni til mikillar ábyrgðar á hverjum degi, því það sé skylda fyrirtækisins að tryggja að vísindalegar uppgötvanir þeirra stuðli áfram að bættum lífsgæðum. Þá er haft eftir Patrik að hann hlakki til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.
Ekkert er haft eftir Kára í tilkynningunni …
Athugasemdir