Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Kári hættur og farinn

Kári Stef­áns­son er hætt­ur sem for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. Í hans stað koma tveir stjórn­end­ur sem báð­ir hafa starf­að hjá fyr­ir­tæk­inu lengi.

Kári hættur og farinn
Áberandi Kári Stefánsson hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni á Íslandi, ekki síst er kemur að heilbrigðismálum. Sér í lagi á covid-tímum, þegar fyrirtækið tók þátt í rannsóknum á þeim sínum sem tekin voru úr fólki til að greina og rekja veiruna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, er hættur störfum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í hans stað koma Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem, sem bæði hafa starfað hjá fyrirtækinu meira eða minna alla þessa öld. 

Tilkynningin er send í gegnum almannatengslaskrifstofu en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Þar er haft eftir framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, að Kári hafi gegnt lykilhlutverki við að festa fyrirtækið í sessi sem leiðandi rannsóknarstofnun á sviði erfðafræði. 

Í tilkynningunni er líka haft eftir Unni að hún finni til mikillar ábyrgðar á hverjum degi, því það sé skylda fyrirtækisins að tryggja að vísindalegar uppgötvanir þeirra stuðli áfram að bættum lífsgæðum. Þá er haft eftir Patrik að hann hlakki til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.

Ekkert er haft eftir Kára í tilkynningunni …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár