Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Kári hættur og farinn

Kári Stef­áns­son er hætt­ur sem for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar. Í hans stað koma tveir stjórn­end­ur sem báð­ir hafa starf­að hjá fyr­ir­tæk­inu lengi.

Kári hættur og farinn
Áberandi Kári Stefánsson hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni á Íslandi, ekki síst er kemur að heilbrigðismálum. Sér í lagi á covid-tímum, þegar fyrirtækið tók þátt í rannsóknum á þeim sínum sem tekin voru úr fólki til að greina og rekja veiruna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, er hættur störfum hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Í hans stað koma Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem, sem bæði hafa starfað hjá fyrirtækinu meira eða minna alla þessa öld. 

Tilkynningin er send í gegnum almannatengslaskrifstofu en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Þar er haft eftir framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, að Kári hafi gegnt lykilhlutverki við að festa fyrirtækið í sessi sem leiðandi rannsóknarstofnun á sviði erfðafræði. 

Í tilkynningunni er líka haft eftir Unni að hún finni til mikillar ábyrgðar á hverjum degi, því það sé skylda fyrirtækisins að tryggja að vísindalegar uppgötvanir þeirra stuðli áfram að bættum lífsgæðum. Þá er haft eftir Patrik að hann hlakki til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum.

Ekkert er haft eftir Kára í tilkynningunni …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár