Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Umfangsmiklar njósnir á vegum Björgólfs Thors

Fyr­ir­tæki sem tveir lög­reglu­menn stofn­uðu sinnti yf­ir­grips­mikl­um njósn­um fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012. Enn ann­ar lög­reglu­mað­ur var leyst­ur frá vinnu­skyldu sinni hjá lög­regl­unn í gær vegna gruns um njósn­ir.

Umfangsmiklar njósnir á vegum Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti Íslendingurinn, varði tugum milljóna króna í að láta njósna um fjölda fólks. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í kvöld. 

Fólkið átti það sameiginlegt að tengjast hópmálsókn fyrrum hluthafa gamla Landsbankans gegn stærsta eiganda bankans sem var Björgólfur Thor. Þá tengdust njósnirnar einnig langvinnum deilum Björgólfs Thors og auðkýfingsins Róberts Wessmann, sem Björgólfur taldi vera að baki hópmálsókninni.

Í Kveik kemur fram að þaulskipulagðar en háleynilegar njósnaaðgerðir hafi farið fram í Reykjavík yfir þriggja mánaða tímabil árið 2012. Þar segir að „persónuupplýsingum um hóp fólks var kerfisbundið safnað, setið um heimili og vinnustaði, földum myndavélum beitt, hópurinn eltur eins og skugginn og ítarleg smáatriði skráð um hagi fólks; sundferðir, bílaþrif og innihald bílskúra.“  

Njósnir samhliða lögreglustarfi

Fyrirtækið sem vann þetta fyrir Björgólf Thor var stofnað af tveimur lögreglumönnum, þeim Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni heitnum. Þeir stofnuðu saman fyrirtækið PPP sf. Árið 2011 en höfðu báðir starfað sem lögreglumenn í hátt í áratug. 

Í Kveik kom meðal annars fram að verkefninu sinnti enn annar lögreglumaður sem tók njósnirnar að sér gegn greiðslu meðfram starfi sínu sem lögreglumaður; Lúðvík Kristinsson sem einnig hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Landssamband lögreglumanna og starfað í sérsveitinni. RÚV greindi frá því fyrr í dag að honum, án þess þó að nafngreina hann þá, hafi verið leystur undan vinnuskyldu sinni í gær vegna gruns um njósnir.

Jón Óttar er hvað þekktastur fyrir störf sín fyrir Samherja. Hann starfaði fyrir útgerðarfélagið frá árinu 2013, bæði sem ráðgjafi fyrirtækisins í Namibíu þar sem hann var í samskiptum við aðila sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá útgerðarfélaginu, en einnig þegar Samherji tók við varna gegn Seðlabanka Íslands vegna ásakana um gjaldeyrisbrot.

Myndavél falin í kókómjólkurfernu

Kveikur greinir frá því að meðal þeirra sem njósnirnar beindust að var Vilhjálmur Bjarnason sem síðar settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann var einn af hluthöfum gamla Landsbankans, en á þriðja hundrað fyrrum hluthafa höfðuðu skaðamótamálið. Umfangsmesta eftirlitið fór fram við skrifstofur lögmannstofunnar Landslaga í Borgartúni en þar hafi virst markmiðið að standa fulltrúa hópmálsóknarinnar og fulltrúa Róberts Wessmann að verki við að hittast. Við skrifstofur Landslaga voru teknar upp á annað hundrað klukkustundir af efni en þar var bílaleigubílum, sem skipt var reglulga út, lagt nálægt húsinu og myndavél falin í kókómjólkurfernu í bílunum.

Í Kveik kom fram að Bjórgólfur Thor hefði ekki svarað fyrirspurnum vegna málsins, og boðuð var frekari umfjöllun á RÚV næstu daga.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjöggarnir stálu bjórverksmiðju af Ingimar Ingimarssyni í Rússlandi mörg dómsmál urðu til vegna þessa þjófnaðar hér heima og í Rússlandi, þetta kemur fram í bók sem heitir Sagan sem verður að segja, 2-helstu keppinautar Bjögganna á þessum tíma týndu lífi sínu með undarlegum hætti, svo vægt sé til orða tekið.
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Jæja hvað segir ekki auglýsingin, Kókómjólk er góð (þegar vinir deila og nægur peningur er undir, enda ekki þeirra aurar).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár