Umfangsmiklar njósnir á vegum Björgólfs Thors

Fyr­ir­tæki sem tveir lög­reglu­menn stofn­uðu sinnti yf­ir­grips­mikl­um njósn­um fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012. Enn ann­ar lög­reglu­mað­ur var leyst­ur frá vinnu­skyldu sinni hjá lög­regl­unn í gær vegna gruns um njósn­ir.

Umfangsmiklar njósnir á vegum Björgólfs Thors

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti Íslendingurinn, varði tugum milljóna króna í að láta njósna um fjölda fólks. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í kvöld. 

Fólkið átti það sameiginlegt að tengjast hópmálsókn fyrrum hluthafa gamla Landsbankans gegn stærsta eiganda bankans sem var Björgólfur Thor. Þá tengdust njósnirnar einnig langvinnum deilum Björgólfs Thors og auðkýfingsins Róberts Wessmann, sem Björgólfur taldi vera að baki hópmálsókninni.

Í Kveik kemur fram að þaulskipulagðar en háleynilegar njósnaaðgerðir hafi farið fram í Reykjavík yfir þriggja mánaða tímabil árið 2012. Þar segir að „persónuupplýsingum um hóp fólks var kerfisbundið safnað, setið um heimili og vinnustaði, földum myndavélum beitt, hópurinn eltur eins og skugginn og ítarleg smáatriði skráð um hagi fólks; sundferðir, bílaþrif og innihald bílskúra.“  

Njósnir samhliða lögreglustarfi

Fyrirtækið sem vann þetta fyrir Björgólf Thor var stofnað af tveimur lögreglumönnum, þeim Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni heitnum. Þeir stofnuðu saman fyrirtækið PPP sf. Árið 2011 en höfðu báðir starfað sem lögreglumenn í hátt í áratug. 

Í Kveik kom meðal annars fram að verkefninu sinnti enn annar lögreglumaður sem tók njósnirnar að sér gegn greiðslu meðfram starfi sínu sem lögreglumaður; Lúðvík Kristinsson sem einnig hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Landssamband lögreglumanna og starfað í sérsveitinni. RÚV greindi frá því fyrr í dag að honum, án þess þó að nafngreina hann þá, hafi verið leystur undan vinnuskyldu sinni í gær vegna gruns um njósnir.

Jón Óttar er hvað þekktastur fyrir störf sín fyrir Samherja. Hann starfaði fyrir útgerðarfélagið frá árinu 2013, bæði sem ráðgjafi fyrirtækisins í Namibíu þar sem hann var í samskiptum við aðila sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá útgerðarfélaginu, en einnig þegar Samherji tók við varna gegn Seðlabanka Íslands vegna ásakana um gjaldeyrisbrot.

Myndavél falin í kókómjólkurfernu

Kveikur greinir frá því að meðal þeirra sem njósnirnar beindust að var Vilhjálmur Bjarnason sem síðar settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann var einn af hluthöfum gamla Landsbankans, en á þriðja hundrað fyrrum hluthafa höfðuðu skaðamótamálið. Umfangsmesta eftirlitið fór fram við skrifstofur lögmannstofunnar Landslaga í Borgartúni en þar hafi virst markmiðið að standa fulltrúa hópmálsóknarinnar og fulltrúa Róberts Wessmann að verki við að hittast. Við skrifstofur Landslaga voru teknar upp á annað hundrað klukkustundir af efni en þar var bílaleigubílum, sem skipt var reglulga út, lagt nálægt húsinu og myndavél falin í kókómjólkurfernu í bílunum.

Í Kveik kom fram að Bjórgólfur Thor hefði ekki svarað fyrirspurnum vegna málsins, og boðuð var frekari umfjöllun á RÚV næstu daga.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjöggarnir stálu bjórverksmiðju af Ingimar Ingimarssyni í Rússlandi mörg dómsmál urðu til vegna þessa þjófnaðar hér heima og í Rússlandi, þetta kemur fram í bók sem heitir Sagan sem verður að segja, 2-helstu keppinautar Bjögganna á þessum tíma týndu lífi sínu með undarlegum hætti, svo vægt sé til orða tekið.
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Jæja hvað segir ekki auglýsingin, Kókómjólk er góð (þegar vinir deila og nægur peningur er undir, enda ekki þeirra aurar).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár