Meðal þeirra leigubílstjóra sem hafa verið bannaðir á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll eru bílstjórar sem hafa fengið ótímabundið bann vegna ógnandi og óviðeigandi framkomu í garð starfsfólks Isavia.
Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið stutt starfsfólk sitt í að kæra framferði sem þetta til lögreglu og segir að það muni halda því áfram.
Starfsfólk upplifir að því sé ógnað
Guðjón segir að einn leigubílstjóri, sem er sérlega virkur á samfélagsmiðlum, hafi gengið mjög hart fram í að nafngreina starfsfólk. „Og saka það um óheiðarleika eða að sinna ekki vinnu sinni. Um hreint og klárt einelti af hans hálfu er að ræða og það verður ekki liðið með nokkrum hætti.“
Einelti viðkomandi er sagt felast í því að starfsfólk sé nafngreint á samfélagsmiðlum; það sé sakað, undir nafni, um óheiðarleika og að sinna ekki vinnu sinni. Þá sé það uppnefnt á samfélagsmiðlum og að því sótt með óvægnum hætti.
Að sjá á facebook síðu viðkomandi þá er hann að með einhverjar heimilidir fyrir því sem hann segir. Þannig að það er varla hægt að kalla það einelti.
Er Isavia ekki líka á hálum ís?