Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti

Meðal þeirra leigubílstjóra sem hafa verið bannaðir á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll eru bílstjórar sem hafa fengið ótímabundið bann vegna ógnandi og óviðeigandi framkomu í garð starfsfólks Isavia.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið stutt starfsfólk sitt í að kæra framferði sem þetta til lögreglu og segir að það muni halda því áfram. 

Starfsfólk upplifir að því sé ógnað

Guðjón segir að einn leigubílstjóri, sem er sérlega virkur á samfélagsmiðlum, hafi gengið mjög hart fram í að nafngreina starfsfólk. „Og saka það um óheiðarleika eða að sinna ekki vinnu sinni. Um hreint og klárt einelti af hans hálfu er að ræða og það verður ekki liðið með nokkrum hætti.“

Einelti viðkomandi er sagt felast í því að starfsfólk sé nafngreint á samfélagsmiðlum; það sé sakað, undir nafni, um óheiðarleika og að sinna ekki vinnu sinni. Þá sé það uppnefnt á samfélagsmiðlum og að því sótt með óvægnum hætti.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Helgason skrifaði
    Er ekki einelti að nafngreina þann sem leggur í einelti?
    Að sjá á facebook síðu viðkomandi þá er hann að með einhverjar heimilidir fyrir því sem hann segir. Þannig að það er varla hægt að kalla það einelti.

    Er Isavia ekki líka á hálum ís?
    0
    • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
      Hann hefur nú verið nafngreindur víða og er ekkert að fela sjálfan sig á netinu svo neo, þetta er ekki einelti. Hann er greinilega ekki með öllum mjalla.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár