Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hlaupa til hjálpar öðrum

Hóp­ur Pól­verja er í hlaupa­hópi sem hitt­ist tvisvar í viku og stund­um oft­ar. Hóp­ur­inn hef­ur tek­ið þátt í hlaup­um bæði hér á landi og er­lend­is. Stofn­andi hóps­ins, Adam Komorowski, seg­ir að þar eign­ist fólk vini. Adam teng­ist einnig fé­laga­sam­tök­un­um sem safn­ar með­al ann­ars fyr­ir veik­um börn­um í Póllandi, með­al ann­ars í gegn­um hlaup­in.

Hlaupa til hjálpar öðrum
Hlaupa saman Hópur Pólverja sem býr á Íslandi hleypur með hópnum sem Adam stofnaði. Áhuginn hefur farið fram úr björtustu vonum.

Adam Komorowski flutti til Íslands árið 2006 og tveimur árum síðar komu eiginkona hans og tvö börn til landsins. Ári síðar hófst ævintýrið tengt hlaupum, í gegnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. „Eiginkona mín skráði okkur í 10 kílómetra hlaup og í aðdraganda þess fór ég í hlaupaskóna í fyrsta skipti. Eins og eflaust fleiri byrjendur í hlaupum fann ég meira fyrir ótta og efasemdum í tengslum við hlaupin heldur en jákvæðar tilfinningar. Svo þegar ég stóð loksins við rásmarkið í margmenninu í svona stóru hlaupi fann ég að þetta heillaði mig. Það var áskorun að hlaupa 10 kílómetra, en þegar ég var að ljúka hlaupinu ákvað ég að þetta myndi ég gera oftar. Hlaup urðu skemmtilegur hluti af lífi mínu og ég fór að skoða hvaða hlaupum ég gæti tekið þátt í.“

Í fyrstu hljóp hann einungis á malbiki, en síðar fór hann að fylgjast með öðrum hlaupurum og að hlaupa lengri …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár