Allir í siðanefnd HRFÍ hættir - Ásta hefur beðið svara í 18 mánuði

Öll þau sem kos­in voru í siðanefnd Hunda­rækt­ar­fé­lags Ís­lands á síð­asta að­al­fundi fé­lags­ins hafa sagt sig frá störf­um. „Ég er bú­in að bíða eitt og hálft ár eft­ir að kæra sé tek­in fyr­ir og fæ eng­in svör,“ seg­ir Ásta María.

Allir í siðanefnd HRFÍ hættir - Ásta hefur beðið svara í 18 mánuði
Ásta með hundunum sínum þeim Prins og Röskvu. Hvolpurinn sem var tekinn af henni er af papillon-tegundinni eins og Prins. Mynd: Heida Helgadottir

Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, hefur tilkynnt að þeir einstaklingar sem kosnir voru í siðanefnd félagsins á aðalfundi 2024 hafa sagt sig frá störfum. Engin siðanefnd er því starfandi sem stendur. „Gera má ráð fyrir töf á afgreiðslu mála vegna þessa,“ segir í tilkynningu HRFÍ vegna málsins. Ný siðanefnd verðir kosin á næsta aðalfundi sem fram fer í næstu viku. 

Heimildin ræddi í október 2023 við Ástu Maríu H. Jensen sem hafði þá sent inn kvörtun til siðanefndar HRFÍ. Hún hefur enn ekki fengið svar frá siðanefndinni, 18 mánuðum síðar. 

„Ég er búin að bíða eitt og hálft ár eftir að kæra sé tekin fyrir og fæ engin svör,“ segir Ásta í samtali við Heimildina. 

Ásta sendi siðanefndinni kvörtun eft­ir að hunda­rækt­andi sem hún keypti hvolp af mætti heim til henn­ar og tók hvolp­inn til baka. Upp­gef­in ástæða var að Ásta væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm og lít­ill hvolp­ur væri því ekki ör­ugg­ur …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Er meintur þjófnaður ekki einfaldlega lögreglumál? Hvernig á slíkt eitthvað sérstakt erindi til félagasamtaka?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár