Hundaræktarfélag Íslands, HRFÍ, hefur tilkynnt að þeir einstaklingar sem kosnir voru í siðanefnd félagsins á aðalfundi 2024 hafa sagt sig frá störfum. Engin siðanefnd er því starfandi sem stendur. „Gera má ráð fyrir töf á afgreiðslu mála vegna þessa,“ segir í tilkynningu HRFÍ vegna málsins. Ný siðanefnd verðir kosin á næsta aðalfundi sem fram fer í næstu viku.
Heimildin ræddi í október 2023 við Ástu Maríu H. Jensen sem hafði þá sent inn kvörtun til siðanefndar HRFÍ. Hún hefur enn ekki fengið svar frá siðanefndinni, 18 mánuðum síðar.
„Ég er búin að bíða eitt og hálft ár eftir að kæra sé tekin fyrir og fæ engin svör,“ segir Ásta í samtali við Heimildina.
Ásta sendi siðanefndinni kvörtun eftir að hundaræktandi sem hún keypti hvolp af mætti heim til hennar og tók hvolpinn til baka. Uppgefin ástæða var að Ásta væri með alvarlegan geðsjúkdóm og lítill hvolpur væri því ekki öruggur …
Athugasemdir (1)