Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun

Heim­ild­in hef­ur hlot­ið þrenn verð­laun frá Society for News Design: fyr­ir tvær áhrifa­mikl­ar for­síð­ur og fyr­ir fram­setn­ingu rann­sókn­ar­um­fjöll­un­ar um Runn­ing Tide. Hönn­uð­ur verð­launa­síð­anna er Jón Ingi Stef­áns­son.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun
Verðlaunaforsíða Með 69. tölublaði Heimildarinnar fylgdi sérblað með nöfnum allra barna sem hafa verið drepin í stríðsátökum Ísraelshers á Gasasvæðinu. Mynd: Golli

Heimildin hefur hlotið þrjú verðlaun í alþjóðlegu hönnunarsamkeppninni Best of News Design, sem haldin er af The Society for News Design (SND). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi hönnun og sjónræna framsetningu í blaðaútgáfu um allan heim. Að baki hönnun verðlaunasíðanna stendur Jón Ingi Stefánsson, hönnunarstjóri Heimildarinnar. 

Tvær forsíður Heimildarinnar hlutu Awards of Excellence fyrir myndræn og áhrifamikil vinnubrögð. Önnur þeirra sýnir stórbrotna yfirlitsmynd Golla, ljósmyndara Heimildarinnar, af hrauni sem flæðir yfir Grindavíkurveg í eldgosinu á Reykjanesi. Hin forsíðan er grafísk framsetning með nöfnum barna sem hafa verið drepin í átökum á Gasasvæðinu.

Þriðju verðlaunin eru veitt fyrir framsetningu fréttaumfjöllunar um fyrirtækið Running Tide, sem birtist í Heimildinni í fyrra. Sú umfjöllun hlaut einnig verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku á Blaðamannaverðlaunum Íslands og er því komin með alþjóðlega viðurkenningu fyrir gæði og dýpt í blaðamennsku.

Heimildin #03Forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar árið 2023, sem hlaut viðurkenningu SND í fyrra.

Verðlaunin frá Society for News Design eru með þeim virtustu á sviði blaðahönnunar og eru veitt út frá faglegri úttekt á sjónrænni framsetningu, frumleika og áhrifamætti. Þetta er í annað sinn sem Heimildin vinnur til verðlauna Best of News Design. Á síðasta ári var forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar verðlaunuð. 

Umfjöllunin um Running Tide.
Verðlaunaforsíðurnar tvær.
Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár