Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun

Heim­ild­in hef­ur hlot­ið þrenn verð­laun frá Society for News Design: fyr­ir tvær áhrifa­mikl­ar for­síð­ur og fyr­ir fram­setn­ingu rann­sókn­ar­um­fjöll­un­ar um Runn­ing Tide. Hönn­uð­ur verð­launa­síð­anna er Jón Ingi Stef­áns­son.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun
Verðlaunaforsíða Með 69. tölublaði Heimildarinnar fylgdi sérblað með nöfnum allra barna sem hafa verið drepin í stríðsátökum Ísraelshers á Gasasvæðinu. Mynd: Golli

Heimildin hefur hlotið þrjú verðlaun í alþjóðlegu hönnunarsamkeppninni Best of News Design, sem haldin er af The Society for News Design (SND). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi hönnun og sjónræna framsetningu í blaðaútgáfu um allan heim. Að baki hönnun verðlaunasíðanna stendur Jón Ingi Stefánsson, hönnunarstjóri Heimildarinnar. 

Tvær forsíður Heimildarinnar hlutu Awards of Excellence fyrir myndræn og áhrifamikil vinnubrögð. Önnur þeirra sýnir stórbrotna yfirlitsmynd Golla, ljósmyndara Heimildarinnar, af hrauni sem flæðir yfir Grindavíkurveg í eldgosinu á Reykjanesi. Hin forsíðan er grafísk framsetning með nöfnum barna sem hafa verið drepin í átökum á Gasasvæðinu.

Þriðju verðlaunin eru veitt fyrir framsetningu fréttaumfjöllunar um fyrirtækið Running Tide, sem birtist í Heimildinni í fyrra. Sú umfjöllun hlaut einnig verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku á Blaðamannaverðlaunum Íslands og er því komin með alþjóðlega viðurkenningu fyrir gæði og dýpt í blaðamennsku.

Heimildin #03Forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar árið 2023, sem hlaut viðurkenningu SND í fyrra.

Verðlaunin frá Society for News Design eru með þeim virtustu á sviði blaðahönnunar og eru veitt út frá faglegri úttekt á sjónrænni framsetningu, frumleika og áhrifamætti. Þetta er í annað sinn sem Heimildin vinnur til verðlauna Best of News Design. Á síðasta ári var forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar verðlaunuð. 

Umfjöllunin um Running Tide.
Verðlaunaforsíðurnar tvær.
Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár