Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun

Heim­ild­in hef­ur hlot­ið þrenn verð­laun frá Society for News Design: fyr­ir tvær áhrifa­mikl­ar for­síð­ur og fyr­ir fram­setn­ingu rann­sókn­ar­um­fjöll­un­ar um Runn­ing Tide. Hönn­uð­ur verð­launa­síð­anna er Jón Ingi Stef­áns­son.

Heimildin hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun
Verðlaunaforsíða Með 69. tölublaði Heimildarinnar fylgdi sérblað með nöfnum allra barna sem hafa verið drepin í stríðsátökum Ísraelshers á Gasasvæðinu. Mynd: Golli

Heimildin hefur hlotið þrjú verðlaun í alþjóðlegu hönnunarsamkeppninni Best of News Design, sem haldin er af The Society for News Design (SND). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi hönnun og sjónræna framsetningu í blaðaútgáfu um allan heim. Að baki hönnun verðlaunasíðanna stendur Jón Ingi Stefánsson, hönnunarstjóri Heimildarinnar. 

Tvær forsíður Heimildarinnar hlutu Awards of Excellence fyrir myndræn og áhrifamikil vinnubrögð. Önnur þeirra sýnir stórbrotna yfirlitsmynd Golla, ljósmyndara Heimildarinnar, af hrauni sem flæðir yfir Grindavíkurveg í eldgosinu á Reykjanesi. Hin forsíðan er grafísk framsetning með nöfnum barna sem hafa verið drepin í átökum á Gasasvæðinu.

Þriðju verðlaunin eru veitt fyrir framsetningu fréttaumfjöllunar um fyrirtækið Running Tide, sem birtist í Heimildinni í fyrra. Sú umfjöllun hlaut einnig verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku á Blaðamannaverðlaunum Íslands og er því komin með alþjóðlega viðurkenningu fyrir gæði og dýpt í blaðamennsku.

Heimildin #03Forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar árið 2023, sem hlaut viðurkenningu SND í fyrra.

Verðlaunin frá Society for News Design eru með þeim virtustu á sviði blaðahönnunar og eru veitt út frá faglegri úttekt á sjónrænni framsetningu, frumleika og áhrifamætti. Þetta er í annað sinn sem Heimildin vinnur til verðlauna Best of News Design. Á síðasta ári var forsíða þriðja tölublaðs Heimildarinnar verðlaunuð. 

Umfjöllunin um Running Tide.
Verðlaunaforsíðurnar tvær.
Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár