Það var rætt að það yrðu sett formlegri skilyrði fyrir styrk Sósíalista til Samstöðvarinnar. Það var ekkert vel tekið í það af Gunnari Smára,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, forseti Roða – ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins, og á þar við Gunnar Smára Egilsson, ritstjóra Samstöðvarinnar og formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Um þetta var tekist á aðalfundi Alþýðufélagsins, sem er félagið utan um eignarhald fjölmiðilsins Samstöðvarinnar, sem haldinn var 10. apríl síðastliðinn.
Það var þó ekki hægt að klára hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem ársreikningur síðasta árs var ekki tilbúinn. Ársreikningur vegna rekstrarins árið 2023 var hins vegar lagður fyrir fundinn. Karl Héðinn segir að á fundinum hafi bæði félagsmenn í Alþýðufélaginu og Sósíalistaflokknum verið óánægðir með að fá ekki yfirlit yfir fjárreiður félagsins fyrir 2024.
Fram kom þó grundvallarbreyting á fjármögnun fjölmiðilsins. „Áður greiddi Sósíalistaflokkurinn styrkinn inn í Alþýðufélagið en núna fer styrkurinn beint …
Athugasemdir