Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Stefnuræða forsætisráðherra og afmælisdagskrá

Kristrún Frosta­dótt­ir flyt­ur stefnuræðu sína á lands­fund­in­um í dag. Þá taka við pall­borð­sum­ræð­ur um ör­ygg­is- og varn­ar­mál.

Landsfundur Samfylkingarinnar hófst í gær og heldur áfram í dag með hátíðardagskrá í tilefni af 25 ára afmæli Samfylkingarinnar. Dagskráin er í beinu streymi og má nálgast hér að ofan. Áætlað er að henni ljúki um klukkan 16.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hlaut 98,7 prósent atkvæða í endurkjöri til formanns Samfylkingarinnar á landsfundinu í gær en hún var ein í framboði til embættisins. Hún flytur stefnuræðu sína klukkan 13.35 í dag. 

Kristrún ávarpaði fundinn eftir kjörið í gær og þakkaði flokksfólki traustið. „Það er heiður að fá að leiða Samfylkinguna áfram og ég er ótrúlega þakklát fyrir endurnýjað umboð. Ég gæti þetta ekki án ykkar og ég mun leggja mig alla fram hér eftir sem hingað til,“ sagði hún. 

Þá lofaði Kristrún að hún yrði ekki fjarlæg og að hún myndi ekki missa tenginguna við fólkið í flokknum og landinu. „Samfylkingin er komin á réttan stað núna. Ég held við finnum það öll. Þetta er mjög náttúrulegt. Hér eigum við að vera, í forystustjórn landsmálanna.“

Dagskrá laugardaginn 12. apríl

13:30 Opin dagskrá í beinu streymi - Fundarstjóri: Katrín Júlíusdóttir

13:35  Stefnuræða formanns - Kristrún Frostadóttir

14:10 Pallborð - Öryggis- og varnarmál - Kristrún Frostadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Víðir Reynisson og Guðmundur Árni Stefánsson. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíuson

14:50 25 ára afmæliskaffi

15:10 Hátíðarávarp - Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

15:20 Hátíðarávarp - Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA

15:30 Sófaspjall með ráðherrum - Fyrstu 100 dagar ríkisstjórnarinnar. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíusson

16:10 Fyrrum formönnun Samfylkingarinnar veittur virðingarvottur og þakkir fyrir störf í þágu jafnaðarmanna á Íslandi

16:30 Fundi slitið

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Is there a difference between "social" and "socialist"?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár