
Seinni myndaspurning:Hvað nefnist þetta dýr á íslensku?
- Árið 2022 var fyrirtæki eitt selt fyrir 44 milljarða Bandaríkjadollara en er nú talið „aðeins“ 9 milljarða dollara virði. Hvaða fyrirtæki er það?
- Hver lék aðalkvenhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Ófærð?
- Hver var síðasti keisari Rómaveldis sem réði einn yfir óskiptu ríkinu?
- Han Kang fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum síðastliðið haust. Frá hvaða landi er hún?
- Ein bók eftir Han Kang hefur komið út á íslensku. Hvað heitir hún, Fiskætan – Grænmetisætan – Kjötætan – Mannætan – eða Súkkulaðiætan?
- Hvaða landi tilheyrir eyjan Java?
- Hvaða fyrirbæri er kallað „aurora australis“ á alþjóðlegum málum?
- Númer hvað er Karl Bretakóngur?
- En númer hvað verður Vilhjálmur sonur hans þegar hann tekur (væntanlega) við konungdómi?
- Vilhjálmur þessi er með BA-gráðu í hvaða námsgrein?
- Hvað heitir hús Línu Langsokks?
- Hvaða ríki er nefnt Allemagne – eða Allir menn – á frönsku?
- Hver var endurkjörin formaður Samfylkingar á dögunum?
- En hver var fyrsti formaður Samfylkingarinnar (að vísu talað um talsmann þá)?
- Hve mörg gegndu starfi formanns Samfylkingar frá fyrsta talsmanninum og til núverandi formanns?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er hljómsveitin Geðbrigði, sem vann Músíktilraunir á dögunum. Á seinni myndinni er sauðnaut.
Svör við almennum spurningum:
1. Twitter eða X. — 2. Ilmur Kristjánsdóttir. — 3. Þeódósíus. — 4. Suður-Kóreu. — 5. Grænmetisætan. — 6. Indónesíu. — 7. Suðurljósin. — 8. Þriðji. — 9. Fimmti. — 10. Landafræði. — 11. Sjónarhóll. — 12. Þýskaland. — 13. Kristrún Frostadóttir. — 14. Margrét Frímannsdóttir. — 15. Sex. (Össur, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna, Árni Páll, Oddný Harðar, Logi Einars.)
Athugasemdir