Helmingslíkur eru á að kreppa muni fylgja tollastríði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að mati greinenda tveggja bandarískra banka, J.P. Morgan og Goldman Sachs. Óvissan er slík að það er ómögulegt að segja hvað úr verður. Óvænt tilkynning Trumps á miðvikudag um að fresta gildistöku hæstu tolla – að Kínverjum undanskildum – hefur aðeins aukið óvissuna og ógnar enn hagvexti víða.
Viðskiptahalli Bandaríkjanna er umtalsverður og markmið tollanna er að rétta af hlut bandaríska hagkerfisins. Hagfræðingar sem Heimildin ræddi við sjá þó ekki fyrir sér að tollarnir bæti stöðu Bandaríkjanna, frekar að þeir verði til þess að endurvekja nítjándu aldar iðnaðarsamfélag og þvinga það inn í 21. öldina. Formúlan sem var notuð til þess að reikna út tollana er aðhlátursefni flestra hagfræðinga, sem segja hana ekki draga fram raunsanna mynd af viðskiptahalla milli Bandaríkjanna og annarra landa.
Tollar eða ekki tollar?
Það varð uppi fótur og fit á heimsmörkuðum þegar forseti Bandaríkjanna …
Athugasemdir