Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Nítjándu aldar hagkerfi þvingað inn í 21. öldina

For­seti Banda­ríkj­anna hef­ur sett fjár­mála­kerfi heims­ins í upp­nám með hringlanda­hætti í kring­um tolla­stefnu Banda­ríkj­anna. Hag­fræð­ing­ur seg­ir af­leið­ing­arn­ar þær að hag­kerf­ið snúi aft­ur til nítj­ándu ald­ar hugs­un­ar.

Nítjándu aldar hagkerfi þvingað inn í 21. öldina
Donald Trump tilkynnti um skarpa hækkun tolla, og frestaði þeim svo tæpri viku síðar. Mynd: AFP

Helmingslíkur eru á að kreppa muni fylgja tollastríði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að mati greinenda tveggja bandarískra banka, J.P. Morgan og Goldman Sachs. Óvissan er slík að það er ómögulegt að segja hvað úr verður. Óvænt tilkynning Trumps á miðvikudag um að fresta gildistöku hæstu tolla – að Kínverjum undanskildum – hefur aðeins aukið óvissuna og ógnar enn hagvexti víða. 

Viðskiptahalli Bandaríkjanna er umtalsverður og markmið tollanna er að rétta af hlut bandaríska hagkerfisins. Hagfræðingar sem Heimildin ræddi við sjá þó ekki fyrir sér að tollarnir bæti stöðu Bandaríkjanna, frekar að þeir verði til þess að endurvekja nítjándu aldar iðnaðarsamfélag og þvinga það inn í 21. öldina. Formúlan sem var notuð til þess að reikna út tollana er aðhlátursefni flestra hagfræðinga, sem segja hana ekki draga fram raunsanna mynd af viðskiptahalla milli Bandaríkjanna og annarra landa.

Tollar eða ekki tollar?

Það varð uppi fótur og fit á heimsmörkuðum þegar forseti Bandaríkjanna …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu