Í fyrstu drögum að nýju veiðileyfi fyrir Hval hf. til veiða á langreyðum var gert ráð fyrir að leyfið yrði tímabundið. Samkvæmt drögum sem Heimildin hefur undir höndum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinuáátti leyfið að gilda í eitt til tvö ár. Endanlegt leyfi, sem var gefið út 4. desember síðastliðinn, kveður hins vegar á um fimm ára veiðileyfi með sjálfvirkri árlegri framlengingu, nema til komi uppsögn með fimm ára fyrirvara.
Þessi breyting virðist hafa orðið í meðförum málsins hjá Bjarna Benediktssyni, sem þá gegndi embætti matvælaráðherra. Hann tók að sér verkefni matvælaráðherra í starfsstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna neituðu að sitja áfram í ráðuneytum sínum eftir að Bjarni sprengdi ríkisstjórnina og boðaði óvænt til kosninga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var matvælaráðherra þar til 17. október.
Umsókn um hvalveiðileyfið barst frá Kristjáni Loftssyni, forstjóra og aðaleiganda Hvals hf., 23. október og lenti …
Athugasemdir (1)