Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn í dag til að sýna styrk og þolinmæði þrátt fyrir lækkanir á hlutabréfamarkaði vestanhafs. „Verið sterk, hugrökk og þolinmóð,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) aðeins nokkrum mínútum áður en markaðir opnuðu.
Áætlað er að jafnvirði um 9.500 milljarða bandaríkjadala hafi tapast af hlutabréfamörkuðum frá því að tilkynnt var um tollahækkanir. Rauðar tölur hafa verið á mörkuðum um allan heim, og þróunin hefur einnig haft áhrif á markaði á Íslandi.
Trump sagðist líta á stöðuna sem tækifæri til að hrinda í framkvæmd breytingum sem hefðu átt að eiga sér stað fyrir löngu síðan. „Bandaríkin hafa tækifæri til að gera eitthvað sem hefði átt að gera fyrir ÁRATUGUM síðan,“ sagði forsetinn og vísaði þar til tollastefnu sinnar, sem hefur haft víðtæk áhrif á alþjóðahagkerfið.
„Ekki vera veikburða! Ekki vera heimsk!... Verið sterk, hugrökk og þolinmóð, og úrslitin verða stórkostleg!“ bætti hann við.
Athugasemdir