Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Trump við þjóðina: „Ekki vera heimsk!“

Don­ald Trump hvet­ur Banda­ríkja­menn til þol­in­mæði þrátt fyr­ir fall á mörk­uð­um. Banka­stjóri JP­Morg­an Chase var­ar við verð­bólgu og veik­ingu banda­laga vegna tolla­stefnu sem veld­ur vax­andi spennu í al­þjóða­við­skipt­um.

Trump við þjóðina: „Ekki vera heimsk!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn í dag til að sýna styrk og þolinmæði þrátt fyrir lækkanir á hlutabréfamarkaði vestanhafs. „Verið sterk, hugrökk og þolinmóð,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) aðeins nokkrum mínútum áður en markaðir opnuðu.

Áætlað er að jafnvirði um 9.500 milljarða bandaríkjadala hafi tapast af hlutabréfamörkuðum frá því að tilkynnt var um tollahækkanir. Rauðar tölur hafa verið á mörkuðum um allan heim, og þróunin hefur einnig haft áhrif á markaði á Íslandi.

Trump sagðist líta á stöðuna sem tækifæri til að hrinda í framkvæmd breytingum sem hefðu átt að eiga sér stað fyrir löngu síðan. „Bandaríkin hafa tækifæri til að gera eitthvað sem hefði átt að gera fyrir ÁRATUGUM síðan,“ sagði forsetinn og vísaði þar til tollastefnu sinnar, sem hefur haft víðtæk áhrif á alþjóðahagkerfið.

„Ekki vera veikburða! Ekki vera heimsk!... Verið sterk, hugrökk og þolinmóð, og úrslitin verða stórkostleg!“ bætti hann við.

Óttast …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Vandamálið er að áður en þú getur sagt svona hluti þarftu að vinna sér inn ... og það er örugglega ekki raunin hér ... við erum ekki með Henry V, meira eins og Henry VI.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár