Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

VÆB: Sigur nýrrar kynslóðar

Z-kyn­slóð­in er að taka við. Sjá­ið og trú­ið.

VÆB: Sigur nýrrar kynslóðar
VÆB Verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Basel í Sviss, 13. maí næstkomandi.

Sjaldan hefur máltækið„þeir fiska sem róa“ átt betur við. VÆB tapaði í Eurovision í fyrra en kom aftur, fyllt seiglu og reynslu, með lag sem er vitnisburður um bæði sígildan veruleika Íslendinga og yfirburði nýrrar kynslóðar: Ekki aðeins glitrandi eins og sumargotssíld heldur með útþrá eldislax við kvíarrof. 

Að vera séður er að vera til

Í síðustu söngvakeppni trommuðu VÆB upp með ádeilu á veruleika okkar: Líf mitt er bíómynd. Þar birtist óumsemjanleg einstaklingshyggja í bland við voyeurisma: Þörfina fyrir að vera viðfangsefni áhorfs og aðdáunar.

„Ég geri það sem mig langar til, því líf mitt er bíómynd, svo náðu í poppið, kallinn,“ sungu þeir. Undirliggjandi en lítt dulin er síðan ýmist þörf eða krafa um að skara fram úr á forsendum tilvistar sinnar einnar og sér. „Ég mæti tilbúinn, ég vil fá verðlaunin, því að lífið mitt er langbesta kvikmyndin.“

Tilkall kynslóðar

Z-kynslóðin, sem kemur í kjölfar þúsaldarkynslóðarinnar, hefur verið tengd við ýmis trend. Hún nálgast vinnu meira á eigin forsendum en fyrri kynslóðir, þar sem þær eldri státuðu af „vinnusiðferði“ sínu. Hugtakið þögul uppsögn (e. quiet quitting) hefur verið tengd við hana, þar sem fólk ákveður að leggja fram sem minnst framlag ef tilgangurinn fyrir sjálfið er ekki þess ríkari. Sjálfið trompar skylduna. Kynslóðin er talin pragmatískari og efnishyggjusinnaðari en þúsaldarkynslóðin. Um leið er hún prýdd metnaði og þjökuð meiri kvíða en fyrri kynslóðir, að minnsta kosti mældum.

Karlkynið af Z-kynslóðinni er tilbúið að taka við keflinu. Það er með tilkall. Í Bandaríkjunum er ríflegur meirihluti karlkyns Z-kynslóðarmanna stuðningsmenn Donalds Trump. Þeir vilja fá að gera meira og vera meira, án þess að þurfa að lúta ytri lögmálum og hömlum. Z-kynslóðin er engir hippar í leit að heimsfriði. Þau vilja frekar sigra heiminn.

Andi frumkvöðla

Í sigurlagi VÆB í ár, Róandi, svífur andi nýsköpunar, sjálfsöryggis og taumlauss drifkrafts yfir vötnum. Gildismat Z-kynslóðarinnar er að hluta samgróið hugmyndafræði nýsköpunarinnar. Mistök eru til þess að læra af, eða græða á. „Þetta reddast“ í þriðja veldi.

„Ég set spýtu ofan á spýtu og kalla það bát,“ syngur VÆB. „Ef ég sekkí dag erþað ekkert mál.“ 

Einkennisorð kynslóðarinnar eru líklega „Let's go“ og á því hefst lagið. Maður verður að leggja af stað – og halda áfram. Viljinn yfirstígur allt.

„Er sjórinn opnast koma öldurnar. Róandi hér, róandi þar. Róa í gegnum öldurnar,“ syngja VÆB.

Róður þeirra er ekki róður galeiðuþræla í gömlu skrifstofuvinnunni, heldur útrásarvíkinga. Það er ólíkt eldri kynslóðunum með lærða hjálparleysið, eða það raungerða, þar sem talað var um þungan róður.

Tími Væbsins

Orðið væb er dregið af enska orðinu „vibe“, sem þýðir „greinileg tilfinning eða sá eiginleiki að geta verið skynjaður“. Með öðrum orðum, orð yfir það sem er af því að það virðist vera.

Við lifum á tímum væbsins, þar sem væbið hefur yfirtekið veruleikann. Kannski framþróuð útgáfa heimsins af því sem heimspekingurinn Baudrillard kallaði ofur-veruleika, þar sem táknheimur ekki aðeins yfirskyggir heldur kemur í stað undirliggjandi veruleikans.

Ásýndin og skynjunin trompar allt. Það sem fólk trúir verður raunveruleikinn. Forseti Bandaríkjanna ræður sérfræðinga í framkomu í áhrifamestu embættin, svo sem þáttarstjórnendur frá Fox News. Leið hans til sigurs var að halda því fram um heiminn sem heyrist best, ekki að segja satt eða virða tilvist annarra. 

Það sem áður var

Val okkar í Eurovision hefur gjarnan verið táknmynd sinnar samtíðar. Í fyrra sendum við næstum palestínskan fulltrúa fyrir okkar hönd, en enduðum aftur á Heru Björk eftir þjóðernisbylgju. Hún hafnaði í síðasta sæti og féll út í undankeppni en söng þrjú lög í úrslitakeppninni hér heima 15. febrúar síðastliðinn. VÆB er líka sokkið í veðbönkunum.

Árið 2019 sendum við Hatara með forspána „Hatrið mun sigra“, sem olli usla í Ísrael með því einu að sýna palestínskan fána. Nú hefur hryllingurinn sprengt skalann. Árið 2009, í miðjum eftirleik efnahagshruns í kjölfar góðærisins, völdum við tregafullt lag Jóhönnu Guðrúnar: Er það satt? Er það búið? 

„Það getur ekkert stoppað mig af“, er klifað undir lokin á framlagi Íslendinga til Evrópu þetta árið. Öll nytum við stundum góðs af því að bergja af þessum brunni blinds sjálfstrausts, en þessi sjóferð er rétt að hefjast.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu