Tómas Þórsson er lærður húsgagnasmiður og einn þeirra sem sýna verk sín á HönnunarMars,
„Áður en ég ákvað að fara að læra húsgagnasmíði stóð ég á miklum krossgötum en á þeim tíma hafði ég enga hugmynd um hvaða vettvang ég gæti tileinkað mér til starfa. Einn daginn við uppvask flaug sú hugmynd í mig að húsgagnasmíði væri nú eitthvað sem fólk tæki sér fyrir hendur. Ég fann braut hjá Tækniskólanum sem kenndi húsgagnasmíði og skráði mig sama dag. Aldrei hef ég litið til baka eða efað valið að hafa lagt á þessa leið í húsgagnasmíði og hönnun. Þessi vettvangur á einstaklega vel við mig vegna þess að það er mikil sköpun sem á sér stað og maður sér afrakstur verka sinna fljótt. Timbur er skemmtilegur efniviður að vinna með og er oft umhverfisvænn …
Athugasemdir