Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

HönnunarMars: Uppspretta hugarflugsins

Þem­að þetta ár­ið í Hönn­un­ar­mars, há­tíð hönn­un­ar og arkí­tekt­úrs, er „upp­spretta“. Heim­ild­in ræð­ir við tvo þátt­tak­end­ur. Tóm­as Þórs­son starf­aði á litlu hús­gagna­verk­stæði á Ítal­íu, þar sem hann skildi ekki tungu­mál eig­and­ans, og Unn­dór Eg­ill Jóns­son nær í hrá­efni í ís­lensk­um skóg­um.

<span>HönnunarMars:</span> Uppspretta hugarflugsins
Unndór Egill Jónsson Mynd: b'LIYIWEI'

Tómas Þórsson er lærður húsgagnasmiður og einn þeirra sem sýna verk sín á HönnunarMars, hátíð hönnunar og arkitektúrs, sem er haldinn í 17. sinn dagana 2. til 6. apríl.

Áður en ég ákvað að fara að læra húsgagnasmíði stóð ég á miklum krossgötum en á þeim tíma hafði ég enga hugmynd um hvaða vettvang ég gæti tileinkað mér til starfa. Einn daginn við uppvask flaug sú hugmynd í mig að húsgagnasmíði væri nú eitthvað sem fólk tæki sér fyrir hendur. Ég fann braut hjá Tækniskólanum sem kenndi húsgagnasmíði og skráði mig sama dag. Aldrei hef ég litið til baka eða efað valið að hafa lagt á þessa leið í húsgagnasmíði og hönnun. Þessi vettvangur á einstaklega vel við mig vegna þess að það er mikil sköpun sem á sér stað og maður sér afrakstur verka sinna fljótt. Timbur er skemmtilegur efniviður að vinna með og er oft umhverfisvænn …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár