Íris Helga Jónatansdóttir, sem hefur verið kærð af þremur mönnum fyrir umsáturseinelti, var boðið að gangast undir nálgunarbann gagnvart Garpi Ingasyni Elísabetarsyni á þriðjudag. Tilboðið var lagt fram áður en hún fór í viðtal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins. Í viðtalinu neitaði hún alfarið að hafa nokkurn tímann átt í samneyti við Garp og tók fyrir að nokkur hefði kært hana til lögreglu fyrir umsáturseinelti.
Um er að ræða mildara nálgunarbann, eða svokallaða Selfoss-leið. Helsti munurinn er sá að það eru engin viðurlög við því að brjóta nálgunarbannið, en auðveldar á móti brotaþola að fá hefðbundið nálgunarbann samþykkt af dómara sé það fyrra brotið. Eins og fyrr segir, er beðið eftir að hún undirriti plaggið.
Vinur handtekinn
Lögreglan hefur mál Írisar til rannsóknar. Þá hefur Heimildin upplýsingar um að einn maður hafi verið handtekinn í febrúar á síðasta ári …
Athugasemdir