Kjarnaskógur, rétt fyrir utan Akureyri, fyrir um fjórum áratugum: Fjögurra ára gamall drengur stendur innan um trén með foreldrum sínum og vini föðurins. Mennirnir tveir vissu um hrafn sem þeir höfðu alið heima hjá sér og síðan sleppt. Þegar þeir kölluðu á hann var hann vanur að koma. Þeir reyndu í nokkrar mínútur að kalla hann til sín með því að líkja eftir krunkinu áður en allt í einu birtist kolsvartur fuglinn og settist á aðra hönd föðurins. Drengnum brá svo mikið að hann datt aftur fyrir sig. Þessi sýn er eftirminnileg og í dag segir hann, fullorðinn maðurinn, að hrafnar hafi alltaf tengst sér.
Svartur hrafn er húðflúraður á höfði Kristjáns Halldórs Jenssonar. Það skín í gulltönn þegar hann talar. Í DV var árið 2006 vísað til hans sem Akureyrarhrotta. Kristján hefur komist í kast við lögin vegna innbrota, fíkniefnabrota og var dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir. Seinna hlaut hann …
Athugasemdir