„Þetta er dóttir mín, hún Eva Elínbjört, sem ákvað að elta mömmu sína inn á bráðamóttökuna,“ segir Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri bráðamóttökunnar. Dóttir hennar, Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, á eftir tvö og hálft ár af hjúkrunarnáminu en tekur vaktir sem hjúkrunarnemi á bráðamóttökunni. Hún segir mömmu sína ekki hafa hvatt sig til að fara í hjúkrunarfræðina. „Hún er búin að vinna á bráðamóttökunni í 25 ár og ég er búin að sjá hana síðan ég var pínulítil að vera að fara á vaktir,“ segir Eva. Elín, mamma hennar, grípur fram í: „Ég var náttúrlega ólétt að þér í vinnunni,“ og þær hlæja báðar. Þrátt fyrir að Eva hafi ekki fengið hvatningu frá mömmu sinni til að fara í hjúkrunarfræði þá kom áhuginn skyndilega. „Allt í einu kom það mjög sterkt til mín að mig langaði líka að verða hjúkrunarfræðingur,“ segir Eva Elínbjört.
En hvernig leist mömmunni á starfsval dótturinnar? „Ég …
Athugasemdir