Ný ráðherraskipan — Guðmundur Ingi tekinn við

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son er tek­inn við sem mennta- og barna­mála­ráð­herra. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir lét form­lega af embætti eft­ir að hafa til­kynnt um af­sögn sína á fimmtu­dag.

Ný ráðherraskipan — Guðmundur Ingi tekinn við
Sestur Guðmundur Ingi settist formlega í ráðherrastól á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrr í dag. Mynd: Golli

Guðmundur Ingi Kristinsson tók formlega við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Besstastöðum í dag. Hann tók við embætti af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína í kjölfar fréttaflutnings á fimmtudagskvöld. 

Ásthildur Lóa tók við sem mennta- og barnamálaráðherra frá 21. desember 2024 til dagsins í dag. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021.

Guðmundur Ingi hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017, þegar flokkurinn náði fyrst inn á þing. Hann var þingflokksformaður þar til í dag en Ragnar Þór Ingólfsson tekur við því hlutverki. 

Á tröppunumGuðmundir Ingi ræddi við fjölmiðla að loknum ríkisráðsfundi í dag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár