Guðmundur Ingi Kristinsson tók formlega við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Besstastöðum í dag. Hann tók við embætti af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína í kjölfar fréttaflutnings á fimmtudagskvöld.
Ásthildur Lóa tók við sem mennta- og barnamálaráðherra frá 21. desember 2024 til dagsins í dag. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021.
Guðmundur Ingi hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017, þegar flokkurinn náði fyrst inn á þing. Hann var þingflokksformaður þar til í dag en Ragnar Þór Ingólfsson tekur við því hlutverki.

Athugasemdir