Þingflokksformaður Flokks fólksins: „Við erum bara að melta þetta“

Boð­að verð­ur til þing­flokks­fund­ar hjá Flokki fólks­ins til að ræða stöðu Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur barna­mála­ráð­herra. Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son þing­flokks­formað­ur seg­ir flokks­menn ekki hafa vit­að af barn­inu fyrr en í dag.

Þingflokksformaður Flokks fólksins: „Við erum bara að melta þetta“

Það var ekki fyrr en í dag sem þingmenn Flokks fólksins fengu að vita að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona flokksins og barnamálaráðherra, hafi átt í ástarsambandi við fimmtán ára gamlan pilt og eignast með honum barn, þegar hún var sjálf rúmlega tvítug.

„Við erum bara að melta þetta,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, í samtali við Heimildina. Hann segir að flokksmenn þurfi frekari upplýsingar, þó hann jánki því að óumdeilt sé að ráðherrann hafi átt í ástarsambandinu og eignast barn með táningspilti. „Við stefnum á þingflokksfund,“ segir hann.

Greint var frá barninu og ástarsambandinu í Speglinum á RÚV í kvöld. Þar kom fram að Ásthildur Lóa hafi kynnst piltinum þegar hún var leiðtogi í unglingastarfi safnaðarins Trú og líf, þegar hann var fimmtán ára og hún 22 ára. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Mér finnst barnsfaðir hennar ekki sýna mikin kjark og manndóm í að viðurkenna hvernig hann í raun þrýsti á nánari samskipti. Hann gerir ekkert til að milda árásina á fyrrum barnsmóður sína, sem þó gekk með þetta barn og elskaði og annaðist. Veit að hann hafði ekki þroska né visku , en þeir sem hafa til dæmis farið í gegn um 12 sporin og skoðað sjálfa sig rækilega, vita að það að taka ábyrgð á eigin hegðun í stað þess að afsaka sig og draga úr eigin þætti til að líta betur út. Hélt hann mundi þora að koma fram og allavega ekki reyna að halda með grimmri fyrrum tengdamóður. Ásthildur Lóa hefði verið betri ráðherra barnamála, einmitt fyrir þá sök að hún hafði þessa erfiðu reynslu. Bestu ráðgjafarnir í vímuefnamálum þykja þeir sem sjálfir hafa verið í vondum málum. Þeir sem leiða áfengis sjúklinga eru sjálfir fyrrum neytendur. Svona mætti lengi telja
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Ásthildar

Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár