Það var ekki fyrr en í dag sem þingmenn Flokks fólksins fengu að vita að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona flokksins og barnamálaráðherra, hafi átt í ástarsambandi við fimmtán ára gamlan pilt og eignast með honum barn, þegar hún var sjálf rúmlega tvítug.
„Við erum bara að melta þetta,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, í samtali við Heimildina. Hann segir að flokksmenn þurfi frekari upplýsingar, þó hann jánki því að óumdeilt sé að ráðherrann hafi átt í ástarsambandinu og eignast barn með táningspilti. „Við stefnum á þingflokksfund,“ segir hann.
Greint var frá barninu og ástarsambandinu í Speglinum á RÚV í kvöld. Þar kom fram að Ásthildur Lóa hafi kynnst piltinum þegar hún var leiðtogi í unglingastarfi safnaðarins Trú og líf, þegar hann var fimmtán ára og hún 22 ára.
Athugasemdir