Til að missa ekki þakið ofan af sér greiðir flest fólk húsnæðislánin eða leiguna fyrst þegar launin koma inn á reikninginn um mánaðamót. „Eðlilega, við borgum fyrst fyrir húsaskjólið því öll hugsum við um að missa ekki húsnæðið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.
Hún segir að undanfarið hafi þeim fjölgað sem eigi íbúð en nái ekki endum saman og leiti því til umboðsmanns skuldara. „Já, við erum í auknum mæli að fá til okkar fólk sem borgar af húsnæðislánunum, þau hafa hækkað mikið og svo líður á mánuðinn og til að eiga fyrir nauðsynjum tekur fólk neyslulán. Það er eins og snjóbolti sem hleður utan á sig og getur orðið stjórnlaus,“ segir Ásta Sigrún.
Fasteignaeigendur í fullri vinnu en í vanda
Hún segir að þó að leigjendur og þá sérstaklega öryrkjar á leigumarkaði séu enn sá hópur á Íslandi sem er hættast við að lenda …
Athugasemdir