Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Neyðast til að taka neyslulán

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að fjölg­að hafi í hópi þeirra sem eiga hús­næði en séu í fjár­hags­vanda. Fólk neyð­ist í aukn­um mæli til að taka neyslu­lán til að lifa út mán­uð­inn, þau geti ver­ið eins og snjó­bolti sem hlaði ut­an á sig með­an hann renni stjórn­laust nið­ur brekku.

Neyðast til að taka neyslulán
Ná ekki endum saman Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara segir að fjölgað hafi í hópi vinnandi fasteignaeigenda sem nái ekki endum saman.

Til að missa ekki þakið ofan af sér greiðir flest fólk húsnæðislánin eða leiguna fyrst þegar launin koma inn á reikninginn um mánaðamót. „Eðlilega, við borgum fyrst fyrir húsaskjólið því öll hugsum við um að missa ekki húsnæðið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. 

Hún segir að undanfarið hafi þeim fjölgað sem eigi íbúð en nái ekki endum saman og leiti því til umboðsmanns skuldara. „Já, við erum í auknum mæli að fá til okkar fólk sem borgar af húsnæðislánunum, þau hafa hækkað mikið og svo líður á mánuðinn og til að eiga fyrir nauðsynjum tekur fólk neyslulán. Það er eins og snjóbolti sem hleður utan á sig og getur orðið stjórnlaus,“ segir Ásta Sigrún. 

Fasteignaeigendur í fullri vinnu en í vanda

Hún segir að þó að leigjendur og þá sérstaklega öryrkjar á leigumarkaði séu enn sá hópur á Íslandi sem er hættast við að lenda …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Hef aldrei botnad í af hverju stofnunin er enn til, ekki gagn í henni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár