Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Stýrivextir lækka aftur

Seðla­bank­inn hef­ur lækk­að stýri­vexti um 0,25 pró­sentu­stig. Pen­inga­stefnu­nefnd seg­ir að enn sé þó verð­bólgu­þrýst­ing­ur.

Stýrivextir lækka aftur
Nefndin Þetta er fólkið sem ákvað að lækka vextina í morgun. Í peningastefnunefnd eru Ásgeir Jónsson, formaður, Þórarinn G. Pétursson, staðgengill formanns, Tómas Brynjólfsson, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun vaxta bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir eru því 7,75 prósent eftir lækkunina. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar að allir nefndarmenn hafi stutt vaxtalækkunina. 

„Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu peningastefnunefndarinnar. 

„Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum“

Nefndin segir að þrátt fyrir batnandi stöðu sé verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kalli á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. „Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum.“

Verðbólguþrýstingur eru þeir þættir sem geta valdið áframhaldandi hækkun verðlags. Það eru til dæmis launahækkanir, aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu eða utanaðkomandi þættir eins og hækkandi olíuverð. 

Yfirlýsing peningastefnunefndarinnar um áframhaldandi þétt taumhald, gefur til kynna að nefndin …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Expensive money causes inflation by itself. Maybe someone should tell this committee about it.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár