Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stýrivextir lækka aftur

Seðla­bank­inn hef­ur lækk­að stýri­vexti um 0,25 pró­sentu­stig. Pen­inga­stefnu­nefnd seg­ir að enn sé þó verð­bólgu­þrýst­ing­ur.

Stýrivextir lækka aftur
Nefndin Þetta er fólkið sem ákvað að lækka vextina í morgun. Í peningastefnunefnd eru Ásgeir Jónsson, formaður, Þórarinn G. Pétursson, staðgengill formanns, Tómas Brynjólfsson, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun vaxta bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir eru því 7,75 prósent eftir lækkunina. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar að allir nefndarmenn hafi stutt vaxtalækkunina. 

„Verðbólga var 4,2% í febrúar og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur því einnig minnkað. Útlit er fyrir að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu peningastefnunefndarinnar. 

„Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum“

Nefndin segir að þrátt fyrir batnandi stöðu sé verðbólguþrýstingur enn til staðar. Það kalli á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. „Við bætist mikil óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum.“

Verðbólguþrýstingur eru þeir þættir sem geta valdið áframhaldandi hækkun verðlags. Það eru til dæmis launahækkanir, aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu eða utanaðkomandi þættir eins og hækkandi olíuverð. 

Yfirlýsing peningastefnunefndarinnar um áframhaldandi þétt taumhald, gefur til kynna að nefndin …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Expensive money causes inflation by itself. Maybe someone should tell this committee about it.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár