Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu

Verð­andi Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir að Evr­ópu­ríki eigi að kaupa vopn frá Evr­ópu. Hann leit­ar heim­ild­ar þýska þings­ins fyr­ir stór­felldri aukn­ingu hern­að­ar­út­gjalda.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu
Friedrich Merz Miðhægrimaðurinn er væntanlega næsti kanslari Þýskalands. Mynd: AFP

Friedrich Merz, sem er væntanlega næsti leiðtogi Þýskalands, boðaði nýtt varnarbandalag Evrópuríkja í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, í morgun.

Þetta varnarbandalag innifeli fleiri viljug ríki en þau sem falla innan Evrópusambandsins. 

Merz, sem er formaður Kristilegra demókrata, sagði að tillaga hans um gríðarlega aukningu útgjalda til varnarmála væri nauðsynleg vegna „árásarstríðs Vladimirs Pútín gegn Evrópu“. Mikil aukning hernaðarútgjalda  væri „ekkert annað en fyrsta stóra skrefið í átt að nýju evrópsku varnarbandalagi“.

Það bandalag innifæli „lönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu en hafa mikinn áhuga á að byggja upp þessa sameiginlegu evrópsku vörn með okkur eins og ... Bretland og Noregur“.

Um leið boðaði Merz sjálfbærni Evrópu í vopnaframleiðslu, með þeim hætti að varnarmálasamningar ættu að vera gerðir við evrópska framleiðendur „hvenær sem mögulegt er“. 

„Við verðum að endurbyggja varnargetu okkar,“ sagði hann við þingmenn og bætti við að þetta ætti að gera með „sjálfvirkum kerfum, með sjálfstæðu evrópsku gervitunglaeftirliti, með vopnuðum drónum og með mörgum nútímalegum varnarkerfum“ sem pöntuð eru frá fyrirtækjum á meginlandinu.

„Þetta er stríð gegn Evrópu og ekki bara stríð gegn landamærahelgi Úkraínu,“ sagði Merz við þýska þingið fyrir atkvæðagreiðslu um áætlanir sem fela einnig í sér gríðarlega nýja fjármögnun fyrir innviði.

Merz þarf tvo þriðju hluta atkvæða í Bundestag til að aflétta hömlum á útgjöldum og heimila lántökur vegna stóraukinna útgjalda til varnarmála.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu