Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu

Verð­andi Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir að Evr­ópu­ríki eigi að kaupa vopn frá Evr­ópu. Hann leit­ar heim­ild­ar þýska þings­ins fyr­ir stór­felldri aukn­ingu hern­að­ar­út­gjalda.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu
Friedrich Merz Miðhægrimaðurinn er væntanlega næsti kanslari Þýskalands. Mynd: AFP

Friedrich Merz, sem er væntanlega næsti leiðtogi Þýskalands, boðaði nýtt varnarbandalag Evrópuríkja í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, í morgun.

Þetta varnarbandalag innifeli fleiri viljug ríki en þau sem falla innan Evrópusambandsins. 

Merz, sem er formaður Kristilegra demókrata, sagði að tillaga hans um gríðarlega aukningu útgjalda til varnarmála væri nauðsynleg vegna „árásarstríðs Vladimirs Pútín gegn Evrópu“. Mikil aukning hernaðarútgjalda  væri „ekkert annað en fyrsta stóra skrefið í átt að nýju evrópsku varnarbandalagi“.

Það bandalag innifæli „lönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu en hafa mikinn áhuga á að byggja upp þessa sameiginlegu evrópsku vörn með okkur eins og ... Bretland og Noregur“.

Um leið boðaði Merz sjálfbærni Evrópu í vopnaframleiðslu, með þeim hætti að varnarmálasamningar ættu að vera gerðir við evrópska framleiðendur „hvenær sem mögulegt er“. 

„Við verðum að endurbyggja varnargetu okkar,“ sagði hann við þingmenn og bætti við að þetta ætti að gera með „sjálfvirkum kerfum, með sjálfstæðu evrópsku gervitunglaeftirliti, með vopnuðum drónum og með mörgum nútímalegum varnarkerfum“ sem pöntuð eru frá fyrirtækjum á meginlandinu.

„Þetta er stríð gegn Evrópu og ekki bara stríð gegn landamærahelgi Úkraínu,“ sagði Merz við þýska þingið fyrir atkvæðagreiðslu um áætlanir sem fela einnig í sér gríðarlega nýja fjármögnun fyrir innviði.

Merz þarf tvo þriðju hluta atkvæða í Bundestag til að aflétta hömlum á útgjöldum og heimila lántökur vegna stóraukinna útgjalda til varnarmála.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár