Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu

Verð­andi Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir að Evr­ópu­ríki eigi að kaupa vopn frá Evr­ópu. Hann leit­ar heim­ild­ar þýska þings­ins fyr­ir stór­felldri aukn­ingu hern­að­ar­út­gjalda.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu
Friedrich Merz Miðhægrimaðurinn er væntanlega næsti kanslari Þýskalands. Mynd: AFP

Friedrich Merz, sem er væntanlega næsti leiðtogi Þýskalands, boðaði nýtt varnarbandalag Evrópuríkja í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, í morgun.

Þetta varnarbandalag innifeli fleiri viljug ríki en þau sem falla innan Evrópusambandsins. 

Merz, sem er formaður Kristilegra demókrata, sagði að tillaga hans um gríðarlega aukningu útgjalda til varnarmála væri nauðsynleg vegna „árásarstríðs Vladimirs Pútín gegn Evrópu“. Mikil aukning hernaðarútgjalda  væri „ekkert annað en fyrsta stóra skrefið í átt að nýju evrópsku varnarbandalagi“.

Það bandalag innifæli „lönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu en hafa mikinn áhuga á að byggja upp þessa sameiginlegu evrópsku vörn með okkur eins og ... Bretland og Noregur“.

Um leið boðaði Merz sjálfbærni Evrópu í vopnaframleiðslu, með þeim hætti að varnarmálasamningar ættu að vera gerðir við evrópska framleiðendur „hvenær sem mögulegt er“. 

„Við verðum að endurbyggja varnargetu okkar,“ sagði hann við þingmenn og bætti við að þetta ætti að gera með „sjálfvirkum kerfum, með sjálfstæðu evrópsku gervitunglaeftirliti, með vopnuðum drónum og með mörgum nútímalegum varnarkerfum“ sem pöntuð eru frá fyrirtækjum á meginlandinu.

„Þetta er stríð gegn Evrópu og ekki bara stríð gegn landamærahelgi Úkraínu,“ sagði Merz við þýska þingið fyrir atkvæðagreiðslu um áætlanir sem fela einnig í sér gríðarlega nýja fjármögnun fyrir innviði.

Merz þarf tvo þriðju hluta atkvæða í Bundestag til að aflétta hömlum á útgjöldum og heimila lántökur vegna stóraukinna útgjalda til varnarmála.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár