Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu

Verð­andi Þýska­landskansl­ari, Friedrich Merz, seg­ir að Evr­ópu­ríki eigi að kaupa vopn frá Evr­ópu. Hann leit­ar heim­ild­ar þýska þings­ins fyr­ir stór­felldri aukn­ingu hern­að­ar­út­gjalda.

Boðar nýtt varnarbandalag Evrópu
Friedrich Merz Miðhægrimaðurinn er væntanlega næsti kanslari Þýskalands. Mynd: AFP

Friedrich Merz, sem er væntanlega næsti leiðtogi Þýskalands, boðaði nýtt varnarbandalag Evrópuríkja í umræðum í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, í morgun.

Þetta varnarbandalag innifeli fleiri viljug ríki en þau sem falla innan Evrópusambandsins. 

Merz, sem er formaður Kristilegra demókrata, sagði að tillaga hans um gríðarlega aukningu útgjalda til varnarmála væri nauðsynleg vegna „árásarstríðs Vladimirs Pútín gegn Evrópu“. Mikil aukning hernaðarútgjalda  væri „ekkert annað en fyrsta stóra skrefið í átt að nýju evrópsku varnarbandalagi“.

Það bandalag innifæli „lönd sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu en hafa mikinn áhuga á að byggja upp þessa sameiginlegu evrópsku vörn með okkur eins og ... Bretland og Noregur“.

Um leið boðaði Merz sjálfbærni Evrópu í vopnaframleiðslu, með þeim hætti að varnarmálasamningar ættu að vera gerðir við evrópska framleiðendur „hvenær sem mögulegt er“. 

„Við verðum að endurbyggja varnargetu okkar,“ sagði hann við þingmenn og bætti við að þetta ætti að gera með „sjálfvirkum kerfum, með sjálfstæðu evrópsku gervitunglaeftirliti, með vopnuðum drónum og með mörgum nútímalegum varnarkerfum“ sem pöntuð eru frá fyrirtækjum á meginlandinu.

„Þetta er stríð gegn Evrópu og ekki bara stríð gegn landamærahelgi Úkraínu,“ sagði Merz við þýska þingið fyrir atkvæðagreiðslu um áætlanir sem fela einnig í sér gríðarlega nýja fjármögnun fyrir innviði.

Merz þarf tvo þriðju hluta atkvæða í Bundestag til að aflétta hömlum á útgjöldum og heimila lántökur vegna stóraukinna útgjalda til varnarmála.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu