Eftir að þau Kristjana Pálsdóttir og Sigurður Pétur Harðarson gerðu breytingar á mataræði sínu segjast þau bæði finna mikinn mun á líðaninni, sofa betur, meltingin sé betri auk þess sem þau hafa bæði lést og eru orkumeiri. Mælingar á til dæmis blóðþrýstingi og fleira koma líka vel út. Þau borða hreina fæðu og gjörunninn matur fer ekki inn fyrir þeirra varir og telja að það sé komið til að vera.
Hvers vegna ákváðuð þið að breyta um mataræði? „Ég rakst fyrir tilviljun á íslenskan fyrirlestur á netinu sem vakti athygli mína. Þetta var kynning á námskeiði sem heitir Heilsuefling Hildar sem átti að standa yfir í 16 vikur þar sem mataræðið var tekið í gegn og mikill stuðningur í gegnum netið meðan á því stóð. Ég var ekkert mjög illa stödd, en ég var með of háan blóðþrýsting, svaf ekki vel, var …
Sykurinn og hvíta hveitið eru sennilega skaðvaldurinn.