Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur að vísbendingar séu um aukin fasteignaumsvif á fyrstu mánuðum ársins. Það byggir stofnunin á því hversu margar eignir hafi verið teknar af sölu, en þeim hefur fjölgað hratt á síðustu mánuðum.
Þetta er sambærilegt við fyrstu tvo mánuði ársins 2021, þegar húsnæðislánavextir voru í sögulegu lágmarki. Samkvæmt samantekt stofnunarinnar voru 1.085 íbúðir teknar af sölu í febrúar, 950 í janúar og 650 í desember.
Vextir hafa verið að lækka undanfarna mánuði eftir að hafa verið sögulega háir. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa þó enn í átta prósentum og vaxtastig því enn hátt.
Verðbólga mældist 4,2 prósent í síðustu mælingu Hagstofu Íslands og eru vísbendingar um að hún haldi áfram að lækka. Það myndi í eðlilegu árferði þýða áframhaldandni stýrivaxtalækkun Seðlabankans.
Athugasemdir