Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem réði hjón­um bana í Nes­kaup­stað í ág­úst, hef­ur ver­ið met­inn ósakhæf­ur um verkn­að­inn vegna geðrofs. Hann mun sæta ótíma­bund­inni ör­ygg­is­gæslu á við­eig­andi stofn­un.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Dómur er fallinn í máli Norðfirðingsins Alfreðs Erlings Þórðarsonar. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra en að hann væri ósakhæfur vegna alvarlegs geðrofs.

Í dómnum segir að gögn málsins sýni fram á að enginn annar en sá ákærði hefði getað verið að verki þegar hjónin Rósa G. Benediktsdóttir og Björgvin Ólafur Sveinsson voru svipt lífi á heimili sínu þann 21. ágúst. Sannað væri að hann hefði veist að hjónunum líkt og lýst væri í ákæru. 

Þar segir þó að Alfreð hefði verið í djúpu geðrofi við verknaðinn og ekkert hafi bent til þess að hann hefði skipulagt að ráða hjónunum bana.

Alfreð var því talinn ósakhæfur og sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu í málinu. Honum verður þó gert að sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun til ófyrirséðrar framtíðar og verður ekki látinn laus nema geðlæknar meti hann hæfan til þess. 

Þá var Alfreð sakfelldur fyrir vopnalagabrot en hann hafði í för með sér hníf með 15 sm blaðlengd á opinberum stað án lögmætrar ástæðu í maí 2024, vorið áður en hann svipti hjónin lífi.

Börn hjónanna fóru fram á skaðabótakröfu við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði. Dæmdi héraðsdómur þeim í vil og Alfreð verður því gert að greiða aðstandendum samtals um 31 milljón króna í miskabætur. Þá var allur sakarkostnaður lagður á Alfreð – þar með talin málsvarnarlaun lögmanna og kostnaður vegna rannsóknar og geðmats. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Ég skil ekki hvers vegna manneskja sem er undanþegin refsiábyrgð ætti að bera fulla borgaralega ábyrgð á verknaði sem hann framdi ekki vísvitandi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár