Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem réði hjón­um bana í Nes­kaup­stað í ág­úst, hef­ur ver­ið met­inn ósakhæf­ur um verkn­að­inn vegna geðrofs. Hann mun sæta ótíma­bund­inni ör­ygg­is­gæslu á við­eig­andi stofn­un.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Dómur er fallinn í máli Norðfirðingsins Alfreðs Erlings Þórðarsonar. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra en að hann væri ósakhæfur vegna alvarlegs geðrofs.

Í dómnum segir að gögn málsins sýni fram á að enginn annar en sá ákærði hefði getað verið að verki þegar hjónin Rósa G. Benediktsdóttir og Björgvin Ólafur Sveinsson voru svipt lífi á heimili sínu þann 21. ágúst. Sannað væri að hann hefði veist að hjónunum líkt og lýst væri í ákæru. 

Þar segir þó að Alfreð hefði verið í djúpu geðrofi við verknaðinn og ekkert hafi bent til þess að hann hefði skipulagt að ráða hjónunum bana.

Alfreð var því talinn ósakhæfur og sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu í málinu. Honum verður þó gert að sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun til ófyrirséðrar framtíðar og verður ekki látinn laus nema geðlæknar meti hann hæfan til þess. 

Þá var Alfreð sakfelldur fyrir vopnalagabrot en hann hafði í för með sér hníf með 15 sm blaðlengd á opinberum stað án lögmætrar ástæðu í maí 2024, vorið áður en hann svipti hjónin lífi.

Börn hjónanna fóru fram á skaðabótakröfu við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði. Dæmdi héraðsdómur þeim í vil og Alfreð verður því gert að greiða aðstandendum samtals um 31 milljón króna í miskabætur. Þá var allur sakarkostnaður lagður á Alfreð – þar með talin málsvarnarlaun lögmanna og kostnaður vegna rannsóknar og geðmats. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Ég skil ekki hvers vegna manneskja sem er undanþegin refsiábyrgð ætti að bera fulla borgaralega ábyrgð á verknaði sem hann framdi ekki vísvitandi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár