Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem réði hjón­um bana í Nes­kaup­stað í ág­úst, hef­ur ver­ið met­inn ósakhæf­ur um verkn­að­inn vegna geðrofs. Hann mun sæta ótíma­bund­inni ör­ygg­is­gæslu á við­eig­andi stofn­un.

Metinn ósakhæfur í manndrápsmáli í Neskaupstað

Dómur er fallinn í máli Norðfirðingsins Alfreðs Erlings Þórðarsonar. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra en að hann væri ósakhæfur vegna alvarlegs geðrofs.

Í dómnum segir að gögn málsins sýni fram á að enginn annar en sá ákærði hefði getað verið að verki þegar hjónin Rósa G. Benediktsdóttir og Björgvin Ólafur Sveinsson voru svipt lífi á heimili sínu þann 21. ágúst. Sannað væri að hann hefði veist að hjónunum líkt og lýst væri í ákæru. 

Þar segir þó að Alfreð hefði verið í djúpu geðrofi við verknaðinn og ekkert hafi bent til þess að hann hefði skipulagt að ráða hjónunum bana.

Alfreð var því talinn ósakhæfur og sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu í málinu. Honum verður þó gert að sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun til ófyrirséðrar framtíðar og verður ekki látinn laus nema geðlæknar meti hann hæfan til þess. 

Þá var Alfreð sakfelldur fyrir vopnalagabrot en hann hafði í för með sér hníf með 15 sm blaðlengd á opinberum stað án lögmætrar ástæðu í maí 2024, vorið áður en hann svipti hjónin lífi.

Börn hjónanna fóru fram á skaðabótakröfu við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði. Dæmdi héraðsdómur þeim í vil og Alfreð verður því gert að greiða aðstandendum samtals um 31 milljón króna í miskabætur. Þá var allur sakarkostnaður lagður á Alfreð – þar með talin málsvarnarlaun lögmanna og kostnaður vegna rannsóknar og geðmats. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Ég skil ekki hvers vegna manneskja sem er undanþegin refsiábyrgð ætti að bera fulla borgaralega ábyrgð á verknaði sem hann framdi ekki vísvitandi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár