Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra og frá­far­andi vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði Banda­rík­in jafn­vel þeg­ar far­in að brenna nið­ur mik­il­væga þætti af heims­mynd sem væri grund­völl­ur frið­ar og frels­is.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt
Á landsfundi Utanríkismál voru Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi utanríkismálaráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ofarlega í huga í ræðu sem hún flutti á landsfundi flokksins í dag. Hún segist hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, talaði með afdráttarlausum hætti gegn stefnu Bandaríkjanna í ræðu sinni á landsfundi flokksins í hádeginu.

„Tími alvörunnar er runninn upp. Ég segi það með djúpri sorg í hjarta, og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegis frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis. Fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist þó hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt.

Síðustu daga hefur mikið gengið á í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau hafa tekið afgerandi afstöðu með Rússlandi. Í gær gerði forsetinn Donald Trump lítið úr Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í heimsókn hans í Hvíta húsinu í gær og fullyrti að Úkraína myndi ekki sigra stríðið við Rússa.  

„Látið ekki blekkjast. Það sem er að gerast núna er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og það er ekki gott fyrir Ísland. Og ekki gott fyrir Bandaríkin sjálf.

Það mun vonandi ekki líða langur tími þangað til Bandaríkin skipta um kúrs því þau stefna svo sannarlega í ranga átt. Ég er handviss um að sagan muni fara óblíðum höndum um þau sem munu blekkjast af því sem er raunverulega að gerast og við horfum upp á.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár