Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra og frá­far­andi vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði Banda­rík­in jafn­vel þeg­ar far­in að brenna nið­ur mik­il­væga þætti af heims­mynd sem væri grund­völl­ur frið­ar og frels­is.

Þórdís Kolbrún segir Bandaríkin stefna í ranga átt
Á landsfundi Utanríkismál voru Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi utanríkismálaráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ofarlega í huga í ræðu sem hún flutti á landsfundi flokksins í dag. Hún segist hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, talaði með afdráttarlausum hætti gegn stefnu Bandaríkjanna í ræðu sinni á landsfundi flokksins í hádeginu.

„Tími alvörunnar er runninn upp. Ég segi það með djúpri sorg í hjarta, og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegis frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis. Fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist þó hafa trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum en að landið stefndi í ranga átt.

Síðustu daga hefur mikið gengið á í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau hafa tekið afgerandi afstöðu með Rússlandi. Í gær gerði forsetinn Donald Trump lítið úr Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í heimsókn hans í Hvíta húsinu í gær og fullyrti að Úkraína myndi ekki sigra stríðið við Rússa.  

„Látið ekki blekkjast. Það sem er að gerast núna er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og það er ekki gott fyrir Ísland. Og ekki gott fyrir Bandaríkin sjálf.

Það mun vonandi ekki líða langur tími þangað til Bandaríkin skipta um kúrs því þau stefna svo sannarlega í ranga átt. Ég er handviss um að sagan muni fara óblíðum höndum um þau sem munu blekkjast af því sem er raunverulega að gerast og við horfum upp á.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár