Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast

Glúm­ur Gylfa­son „komst á pedal­inn“ og varð org­an­isti á Sel­fossi þeg­ar hann var ung­ur. Þessa dag­ana tek­ur hann þátt í tíða­söng í Dóm­kirkj­unni til að jörð­in haldi áfram að snú­ast.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast
Hefur aldrei týnt Kristi Glúmur segist hafa verið trúaður alla sína ævi. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er að fara í tíðasöng í Dómkirkjunni sem er þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgna klukkan korter yfir níu. Þá eru sungnar tíðir. Ef það er ekki gert þá hættir jörðin að snúast. Þetta er gömul kenning. Þeir gerðu þetta alltaf í kaþólsku og gera enn. Alltaf í klaustrunum á þriggja tíma fresti, því annars hættir jörðin að snúast.

Þetta er búið að vera núna nokkur ár í Dómkirkjunni sem ég fer og syng. Við erum þarna nokkrir. Það er bara vandinn þar að það er ekkert bílastæði. Það hefur komið upp sú hugmynd að vera með hestastein þarna niðri við Dómkirkju þannig að menn geti komið ríðandi. Því það er búið að loka algjörlega að öllu.

Ég hef verið trúaður alla ævi. Ég les Biblíuna á kvöldin og svona og fer með vissar bænir líka. Ég segi nú alveg eins og Karl biskup. Hann var spurður: „Hefur þú fundið Krist?“ – „Nei,“ sagði Karl. „Ég hef nefnilega aldrei týnt honum.“

Ég er búinn að vera organisti á Selfossi. Nú er ég gamalmenni svo ég á sumarbústað hér í Reykjavík. Þegar ég flyt á Selfoss er ég tvítugur kennari. Ég kunni svolítið að spila þá.

Mér var fengið herbergi hjá sóknarnefndarformanninum. Þá komst ég ekki í herbergið strax því þar var þýskur orgelsmiður sem var að setja upp orgelið í kirkjunni. Sóknarnefndarfomaðurinn gaf mér lykil og sagði: „Þú mátt fara að æfa þig.“ Þarna komst ég á pedalinn. Ég hafði lært á píanó sem barn en ekki orgel. Þetta varð til þess að ég hélt áfram að spila og æfa mig og varð organisti.“ 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ES
    Egill Sæbjörnsson skrifaði
    Góð grein sem fær Jörðina til að snúast áfram
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár