Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, birti gervi­greind­ar­mynd­band á In­sta­gram í nótt sem sýn­ir áætlan­ir um bað­strend­ur og pen­ing­aregn á Gaza-strönd­inni.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Myndskeið, sem greinilega er búið til af gervigreind og sýnir framtíðarsýn fyrir Gaza-svæðið, birtist á opinberum Instagram-reikningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í nótt.

Myndbandið byrjar á því að sýna fólk og hermenn á stríðshrjáðu svæðinu, sem hefur verið vettvangur gríðarlegra átaka og árása frá Ísraelsher frá því í október 2023. Fyrir ofan birtast orðin: „Gaza 2025. Hvað er næst?“

Það sem virðist vera næst, að mati forsetans, eru fagrar strandlengjur, glæsisnekkjur, skýjaklúfar og breiðgötur. Á þeim keyra Teslur og einhver sem líkist mjög Elon Musk situr og borðar brauð með hummus. 

Myndskeiðið sýnir barn sem heldur á gylltri blöðru sem lítur út eins og höfuðið á Donald Trump og risavaxin gyllt stytta af forsetanum stendur á miðri götu. Forsetanum bregður sjálfum fyrir í myndbandinu dansandi við konu á skemmtistað og þar sem hann liggur á sólarströnd ásamt Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og drekkur svaladrykk.

Peningum rignir niður á börn sem hoppa á ströndinni og hús eru merkt með orðunum „Trump Gaza“.

Undir myndskeiðinu spilast tónlist. Textinn er eftirfarandi: „Donald Trump will set you free, bringing the life for all to see, no more tunnels, no more fear, Trump Gaza is finally here.“

Trump hefur á síðastliðnum vikum látið í ljós áætlanir sínar um að Bandaríkin slái mögulega eign sinni á Gaza og geri svæðið að rivíeru, eða baðströnd, Mið-Austurlanda.

Þá hefur forsetinn stungið upp á því að þær tvær milljónir Palestínumanna sem búa á svæðinu yrðu reknar burt. En sú hugmynd hefur mætt gríðarlegri gagnrýni frá alþóðasamfélaginu.

Á Gaza hafa yfir 46 þúsund manns, þar af um 18 þúsund börn, látist í 15 mánaða átökum milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Vopnahlé tók gildi þann 20. janúar en það mun taka endi á laugardag. Enn er óljóst hvað mun þá taka við.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já nú er USA virkilega farin að láta gyðingana vinna skítverkin fyrir sig. Allt í nafni Himnaríkis.
    0
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er viðbjóðslegt auðmanna-klám. Ekki snefill af virðingu fyrir íbúum Gaza. Trump er siðferðislega fátækur, eða réttara sagt, siðferðislega gjaldþrota. Enginn sómi, einungis einbeittur og ómengaður viðbjóður.
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár