Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, birti gervi­greind­ar­mynd­band á In­sta­gram í nótt sem sýn­ir áætlan­ir um bað­strend­ur og pen­ing­aregn á Gaza-strönd­inni.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Myndskeið, sem greinilega er búið til af gervigreind og sýnir framtíðarsýn fyrir Gaza-svæðið, birtist á opinberum Instagram-reikningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í nótt.

Myndbandið byrjar á því að sýna fólk og hermenn á stríðshrjáðu svæðinu, sem hefur verið vettvangur gríðarlegra átaka og árása frá Ísraelsher frá því í október 2023. Fyrir ofan birtast orðin: „Gaza 2025. Hvað er næst?“

Það sem virðist vera næst, að mati forsetans, eru fagrar strandlengjur, glæsisnekkjur, skýjaklúfar og breiðgötur. Á þeim keyra Teslur og einhver sem líkist mjög Elon Musk situr og borðar brauð með hummus. 

Myndskeiðið sýnir barn sem heldur á gylltri blöðru sem lítur út eins og höfuðið á Donald Trump og risavaxin gyllt stytta af forsetanum stendur á miðri götu. Forsetanum bregður sjálfum fyrir í myndbandinu dansandi við konu á skemmtistað og þar sem hann liggur á sólarströnd ásamt Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og drekkur svaladrykk.

Peningum rignir niður á börn sem hoppa á ströndinni og hús eru merkt með orðunum „Trump Gaza“.

Undir myndskeiðinu spilast tónlist. Textinn er eftirfarandi: „Donald Trump will set you free, bringing the life for all to see, no more tunnels, no more fear, Trump Gaza is finally here.“

Trump hefur á síðastliðnum vikum látið í ljós áætlanir sínar um að Bandaríkin slái mögulega eign sinni á Gaza og geri svæðið að rivíeru, eða baðströnd, Mið-Austurlanda.

Þá hefur forsetinn stungið upp á því að þær tvær milljónir Palestínumanna sem búa á svæðinu yrðu reknar burt. En sú hugmynd hefur mætt gríðarlegri gagnrýni frá alþóðasamfélaginu.

Á Gaza hafa yfir 46 þúsund manns, þar af um 18 þúsund börn, látist í 15 mánaða átökum milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Vopnahlé tók gildi þann 20. janúar en það mun taka endi á laugardag. Enn er óljóst hvað mun þá taka við.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já nú er USA virkilega farin að láta gyðingana vinna skítverkin fyrir sig. Allt í nafni Himnaríkis.
    0
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er viðbjóðslegt auðmanna-klám. Ekki snefill af virðingu fyrir íbúum Gaza. Trump er siðferðislega fátækur, eða réttara sagt, siðferðislega gjaldþrota. Enginn sómi, einungis einbeittur og ómengaður viðbjóður.
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár