Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Skrifað undir samning og kennaraverkföllum aflýst

Við­ræðu­nefnd Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hef­ur skrif­að und­ir samn­ing við ríki og sveit­ar­fé­lög og hef­ur öll­um verk­föll­um KÍ ver­ið af­lýst. Samn­ing­ur­inn verð­ur kynnt­ur fé­lags­fólki á næstu dög­um.

Skrifað undir samning og kennaraverkföllum aflýst

Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands skrifaði á tólfta tímanum í gær undir sameiginlegan kjarasamning aðildarfélaga KÍ við ríki og sveitarfélög. Verkföllum sambandsins er þar með aflýst.

Samningurinn gildir til fjögurra ára og felur í sér um 24% launahækkun á tímabilinu. Í samningnum er einnig forsenduákvæði sem kennarar höfðu lagt áherslu á en nokkrar deilur höfðu staðið um.

Kjarasamningur verður kynntur félagsfólki á næstu dögum og hann borinn undir atkvæði félagsfólks. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 4. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÍ.

Vegna þessa hefur öllum fyrirhuguðum og yfirstandandi verkföllum Kennarasambandsins verið aflýst. Félagsmenn KÍ sem starfa í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Tónlistarskóla Akureyrar hafa verið í verkfalli frá 21. febrúar. Félagsmenn KÍ í Leikskóla Snæfellsbæjar hafa verið í verkfalli frá 1. febrúar.

Einnig höfðu verið boðuð ótímabundin verkföll í leikskólum í sveitarfélögunum Kópavogi, frá 3. mars, Hafnarfjarðarkaupstað, frá 17. mars og Fjarðabyggð frá 24. mars og tímabundin verkföll í grunnskólum í sveitarfélögunum Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi, 3. mars, sem einnig er aflýst

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár