Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Skrifað undir samning og kennaraverkföllum aflýst

Við­ræðu­nefnd Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hef­ur skrif­að und­ir samn­ing við ríki og sveit­ar­fé­lög og hef­ur öll­um verk­föll­um KÍ ver­ið af­lýst. Samn­ing­ur­inn verð­ur kynnt­ur fé­lags­fólki á næstu dög­um.

Skrifað undir samning og kennaraverkföllum aflýst

Viðræðunefnd Kennarasambands Íslands skrifaði á tólfta tímanum í gær undir sameiginlegan kjarasamning aðildarfélaga KÍ við ríki og sveitarfélög. Verkföllum sambandsins er þar með aflýst.

Samningurinn gildir til fjögurra ára og felur í sér um 24% launahækkun á tímabilinu. Í samningnum er einnig forsenduákvæði sem kennarar höfðu lagt áherslu á en nokkrar deilur höfðu staðið um.

Kjarasamningur verður kynntur félagsfólki á næstu dögum og hann borinn undir atkvæði félagsfólks. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 4. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÍ.

Vegna þessa hefur öllum fyrirhuguðum og yfirstandandi verkföllum Kennarasambandsins verið aflýst. Félagsmenn KÍ sem starfa í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Tónlistarskóla Akureyrar hafa verið í verkfalli frá 21. febrúar. Félagsmenn KÍ í Leikskóla Snæfellsbæjar hafa verið í verkfalli frá 1. febrúar.

Einnig höfðu verið boðuð ótímabundin verkföll í leikskólum í sveitarfélögunum Kópavogi, frá 3. mars, Hafnarfjarðarkaupstað, frá 17. mars og Fjarðabyggð frá 24. mars og tímabundin verkföll í grunnskólum í sveitarfélögunum Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ og Ölfusi, 3. mars, sem einnig er aflýst

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár