Aðeins eitt af hverju heimilistæki var keypt inn fyrir opinberan bústað forseta Íslands á Bessastöðum í nýafstöðnum framkvæmdum þar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um framkvæmdirnar.
Heimildin greindi frá því 10. febrúar síðastliðinn að kostnaður við framkvæmdirnar hafi í heild numið 120 milljónum króna, sem er töluvert meira en upphaflega hafði verið ráðgert. Stærstur hluti kostnaðarins voru „innréttingar og uppsetning á þeim“ upp á samtals 45,5 milljónir króna.
Það vakti einnig athygli að eldhústæki að andvirði 1.657.377 króna voru keypt vegna endurbótanna. Keypt voru, samkvæmt yfirliti frá ráðuneytinu, nýr ísskápur og frystir fyrir 782 þúsund krónur, gaseldavél með ofni fyrir 525 þúsund krónur og uppþvottavél sem kostaði 350 þúsund krónur.
Samkvæmt svari við fyrirspurn Heimildarinnar sem send var í kjölfar upphaflegs svars og yfirlits ráðuneytisins, mun aðeins eitt af hverju þessara tækja hafa verið keypt. Það voru því greiddar 782 …
Athugasemdir (2)