Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Borguðu hálfa milljón fyrir eina eldavél á Bessastöðum

Kostn­að­ur við kaup á eld­hús­tækj­um í bú­stað for­seta Ís­lands nam 1,6 millj­ón­um króna, en að­eins voru þrjú tæki keypt. Þar á með­al var ís­skáp­ur og fryst­ir fyr­ir hátt í átta hundruð þús­und krón­ur. Tæk­in eru fyr­ir einka­eld­hús for­seta á Bessa­stöð­um.

Borguðu hálfa milljón fyrir eina eldavél á Bessastöðum
Nýtt og betra Endurbæturnar sem gerðar voru á bústað forseta Íslands á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir króna í heildina. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn voru innréttingar og uppsetning á þeim. Mynd: Golli

Aðeins eitt af hverju heimilistæki var keypt inn fyrir opinberan bústað forseta Íslands á Bessastöðum í nýafstöðnum framkvæmdum þar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um framkvæmdirnar.

Heimildin greindi frá því 10. febrúar síðastliðinn að kostnaður við framkvæmdirnar hafi í heild numið 120 milljónum króna, sem er töluvert meira en upphaflega hafði verið ráðgert. Stærstur hluti kostnaðarins voru „innréttingar og uppsetning á þeim“ upp á samtals 45,5 milljónir króna. 

Það vakti einnig athygli að eldhústæki að andvirði 1.657.377 króna voru keypt vegna endurbótanna. Keypt voru, samkvæmt yfirliti frá ráðuneytinu, nýr ísskápur og frystir fyrir 782 þúsund krónur, gaseldavél með ofni fyrir 525 þúsund krónur og uppþvottavél sem kostaði 350 þúsund krónur.

Samkvæmt svari við fyrirspurn Heimildarinnar sem send var í kjölfar upphaflegs svars og yfirlits ráðuneytisins, mun aðeins eitt af hverju þessara tækja hafa verið keypt. Það voru því greiddar 782 …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hver er "fréttin"?
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Það kostaði 5.700.000 kr að flytja búslóð hjónanna á nýja heimilið. Þó ég tæki eitt 0 af og upphæðin væri 570.000 kr þætti mér það óheyrilega dýrt. Hvað þá 5.700.000 kr. Þetta er stórskrítið.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Heildartalan er há, skil ekki alveg í hverju hún liggur, tækin í mitt eldhús kostuðu yfir tvær milljónir. Nýtt eldhús með innréttingum frá Eirvík kostaði um 6 milljónir og uppsetning innifalin.
    1
  • Sigtryggur Jónsson skrifaði
    Er þetta frétt? Gaseldavél upp á rúmar 500 þús. krónur er t.d. bara nokkuð ódýr gaseldavél.
    1
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Ekkert á móti því að vel fari um forsetann okkar. En eldavélin er ansi dýr og ætli sé mikið eldað? Mín skoðun er að við þjóðin ættum að gá að sjá myndir, eldhús getur varla talist mjög persónulegt ❤️🐈❤️
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár