Kostnaður við mengun Icelandair metinn á allt að átján milljarða

Var­fær­ið mat á kostn­aði við beina los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda í starf­semi Icelanda­ir nem­ur níu millj­örð­um króna. Sam­fé­lags­leg­ur kostn­að­ur, áætl­að­ur kostn­að­ur við að bæta tjón­ið sem los­un­in veld­ur, er marg­falt hærri.

Kostnaður við mengun Icelandair metinn á allt að átján milljarða
Aukin umsvif Það hafa aldrei fleiri farþegar flogið með Icelandair og á síðasta ári. Mengunin af starfsemi félagsins jókst á milli áranna 2023 og 2024. Mynd: Golli

Kostnaður vegna beinnar losunar Icelandair á síðasta ári af koltvísýringi, CO2, er metinn á bilinu 9 til 18 milljarðar króna, miðað við forsendur sem Alþjóðabankinn leggur til við útreikning á svokölluðu skuggavirði kolefnis. Það eru þau viðmið sem íslensk stjórnvöld lögðu til grundvallar þegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var fengin til að reikna kostnað og ábata við loftslagsaðgerðir Íslands. Mat á skuggavirði kolefnis er því ekki úr lausu lofti gripin. 

Menga meira nú en síðast

Bein losun Icelandair vegna starfsemi fyrirtækisins nam 1.167.660 tonnum af kolefni, samkvæmt ársreikningi sem birtist nýverið. Það er aukning upp á 53.363 tonn CO2 eða 4,8 prósent á milli ára. Það er þrátt fyrir að félagið hafi tekið í notkun sparneytnari flugvélar en áður voru í notkun en töluverð þróun hefur verið í átt að því að draga úr losun flugvéla. Aftur á móti hefur flugferðum fjölgað mikið …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
1
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár