Kostnaður vegna beinnar losunar Icelandair á síðasta ári af koltvísýringi, CO2, er metinn á bilinu 9 til 18 milljarðar króna, miðað við forsendur sem Alþjóðabankinn leggur til við útreikning á svokölluðu skuggavirði kolefnis. Það eru þau viðmið sem íslensk stjórnvöld lögðu til grundvallar þegar Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var fengin til að reikna kostnað og ábata við loftslagsaðgerðir Íslands. Mat á skuggavirði kolefnis er því ekki úr lausu lofti gripin.
Menga meira nú en síðast
Bein losun Icelandair vegna starfsemi fyrirtækisins nam 1.167.660 tonnum af kolefni, samkvæmt ársreikningi sem birtist nýverið. Það er aukning upp á 53.363 tonn CO2 eða 4,8 prósent á milli ára. Það er þrátt fyrir að félagið hafi tekið í notkun sparneytnari flugvélar en áður voru í notkun en töluverð þróun hefur verið í átt að því að draga úr losun flugvéla. Aftur á móti hefur flugferðum fjölgað mikið …
Athugasemdir