Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tímamót hjá Sameinuðu þjóðunum þegar Bandaríkin studdu Rússa í dag

Ásamt Norð­ur-Kór­eu, Rússlandi og 16 öðr­um ríkj­um tóku Banda­rík­in af­stöðu gegn álykt­un um að for­dæma „alls­herj­ar­inn­rás Rússa“. Þau vildu milda orða­lag­ið.

Tímamót hjá Sameinuðu þjóðunum þegar Bandaríkin studdu Rússa í dag
Bandaríkin með Rússum Dorothy Shea, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, færir rök fyrir máli sínu fyrir Allsherjarþingi SÞ í dag. Tillaga Bandaríkjanna gekk út á að nefna ekki yfirráð Úkraínu innan eigin landamæra og nefna ekki ábyrgð Rússa á innrás þeirra í Úkraínu sem hefur staðið yfir í þrjú ár í yfirstandandi lotu. Mynd: AFP

Þau tímamót urðu fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin tóku afstöðu með Rússlandi, Norður-Kóreu og 16 öðrum ríkjum gegn því að fordæma „allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu“.

Bandaríkin höfðu lagt til ályktun með mildara orðalagi í þágu Rússa, með þeim hætti að lýsa „deilu Rússlands og Úkraínu“. Það er í samræmi við lýsingar Kínverja í gegnum tíðina, en Kína sat hjá í atkvæðagreiðslunni.

Allsherjarþingið samþykkti ályktunina, sem Evrópusambandsríki og Úkraína lögðu fram, um að fordæma innrás Rússa með atkvæðum 93 ríkja, meðal annars Íslands. 65 ríki sátu hjá og 18 greiddu atkvæði gegn henni, en ásamt Bandaríkjunum voru það Ungverjaland, Ísrael, Hvíta Rússland, Níkaragúa, Haítí og til viðbótar fyrst og fremst Afríkuríki.

Þetta er samkvæmt samantekt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna mikil breyting frá ályktun um innrásarstríðið þegar það hófst fyrir þremur árum. Þá greiddu 141 ríki atkvæði með fordæmingu innrásarinnar, en 35 sátu hjá og aðeins fimm voru á móti.

Með þessu formgerist að Bandaríkin hafa breytt áherslu sinni og styðja nú málstað Rússlands fremur en málstað Úkraínu og Evrópu. Speglast það sömuleiðis í orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur í bland við ýmis önnur ósannindi kennt Úkraínu um stríðið og sagt að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sé einræðisherra. Í umfjöllun New York Times um atkvæðagreiðsluna kemur fram að evrópskir diplómatar hafi reiðst Bandaríkjamönnum vegna afstöðu þeirra gegn bandamönnum sínum. Ekki hafi orðið viðlíka klofningur milli vestrænna lýðræðisríkja hjá Sameinuðu þjóðunum frá tímum Íraksstríðsins. Þá hefur því verið lýst að diplómatar Evrópuríkja og Bandaríkjanna kepptust í dag við að afla fylgis við sínar útfærslur meðal ríkja í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku á allsherjarþinginu.

Niðurstaða atkvæðagreiðsluVestræn lýðræðisríki, utan Bandaríkjanna og Ungverjalands, studdu ályktun gegn innrás Rússa.

Í meðförum Bandaríkjanna hljóðaði þingsályktunartillagan sem svo að „hvetja til tafarlausra endaloka deilunnar og varanlegs friðar milli Úkraínu og Rússlands.“

Í breytingartillögu var orðalagi um „deilu“ breytt í „allsherjarinnrás Rússlands“ og setningu um „varanlegan frið milli Úkraínu og Rússlands“ skipt út fyrir „réttlátan, varanlegan og altækan frið milli Úkraínu og Rússlands, í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og meginreglur um jafnræði fullvalda ríkja og landhelgi þeirra“.

Sömuleiðis var bætt við efnisgrein um réttindi Úkraínu, með þeim hætti að „staðfesta skuldbindingu við fullveldi, sjálfstæði, einingu og yfirráð Úkraínu innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra hennar, þar með talið landhelgi.“

Sem fyrr segir voru Bandaríkin andvíg breytingunum og skáru sig þar úr hópi helstu lýðræðisríkja heimsins. Í máli Dorothy Shea, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, kom fram að fyrri ályktanir, sem fordæmdu Rússa, hefðu ekki náð að stöðva stríðið.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hvernig ætli kanasleikjunum í Sjálfstæðisflokknum lítist á stjórnmálaástandið í Washington ?
    3
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Why doesn't the article mention that the UN General Assembly resolutions are non binding? And why doesn't the article mention that the US/Russia draft resolution was adopted in the UN Security Council and that this resolution is binding?
    2
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það kemur varla neinum á óvart að Öfga Hægrimenn með völdin í ríkisstjórnum finnist best að standa saman gegn lýðræðinu í frjálslyndum ríkjum. Ofbeldismenn skipta þá öllu máli og Pútín er einn af þeim.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár